fbpx
Laugardagur 18.maí 2024
Fréttir

Frosti sakar Eddu um fjársvik – Hafi farið til Toskana fyrir söfnunarfé

Ritstjórn DV
Föstudaginn 7. júlí 2023 16:00

Frosti Logason og Edda Falak.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frosti Logason fer hörðum orðum um baráttukonuna Eddu Falak vegna fjársöfnunar hennar á Karolina Fund í því skyni að standa straum af kostnaði af áfrýjun til Landsréttar.

Í vetrarlok var Edda Falak sakfelld fyrir friðhelgisbrot eftir að kona stefndi henni vegna birtingar hljóðupptöku í hlaðvarpsþættinum Eigin konur. Í upptökunni fór móðir hörðum orðum um dóttur sína en dóttirin var til viðtals hjá Eddu og sakaði móður sína um andlegt ofbeldi. Hljóðupptakan var gerð án vitundar móðurinnar sem stefndi Eddu fyrir friðhelgisbrot. Krafðist konan fimm milljóna króna í miskabætur.

Héraðsdómur Reykjavíkur fann Eddu seka í málinu og var hún dæmd til að greiða konunni 400 þúsund krónur í miskabætur og 900 þúsund krónur í lögmannskostnað. Auk þess þurfti hún að standa straum af eigin lögmannskostnaði, sem er ótilgreindur.

Þann 7. apríl síðastliðinn birtir Sahara Rós Ívarsdóttir grein á Vísir.is þar sem tilkynnt var um fjársöfnun Eddu til handa til að standa straum af kostnaði vegna áfrýjunar málsins til Landsréttar. Í greininni sagði Sahara:

„Að ósk konunnar, vinkonu minnar, sem kom með upptökuna í þáttinn Eigin konur hef ég nú komið af stað söfnun til að gera Eddu Falak kleift að áfrýja dómnum sem féll móður hennar í vil til Landsréttar. Slóðina að söfnuninni má finna hér. Við vonum að réttlætið nái fram að ganga í þessu máli og viljum þakka öllum þeim sem eru tilbúnir að leggja hönd á plóg í þessari baráttu.“

Fyrir liggur að málinu var aldrei áfrýjað til Landsréttar en áfrýjunarfrestur er fyrir löngu liðinn. Hins vegar er það svo að það krefst ekki útlagðs kostnaðar að áfrýja máli til Landsréttar. Sá sem tapar máli fyrir Landsrétti getur hins vegar átt von á að vera dæmdur til að bera afrýjunarkostnað fyrir Landsrétti sem getur orðið nokkuð hár.

Í pistli á fjölmiðlaveitu sinni, Brotkast, sakar Frosti Eddu um óheiðarleika, fyrir að hafa staðið að fjársöfnun til áfrýjunar fyrir Landsrétti sem aldrei varð. „Siðleysi er alltaf siðleysi og maður verður að benda á það þegar það er hrópandi fyrir framan mann,“ segir Frosti og rekur málsatvik í stórum dráttum, auk þess að gera sér mat úr því að Edda er núna í fríi í Toskana-héraðinu á Ítalíu. Frosti segir Eddu hafa safnað fjármunum á fölskum forsendum. Sakar hann hana um fjársvik og að hafa farið til Toskana fyrir söfnunarfé. „Hún er búin að efna dóm héraðsdóms, hann er að fullu efndur, og þar með hefur hún afsalað sér rétti sínum til að áfrýja til Landsréttar, sem þýðir að tveggja og hálfs milljón króna söfnunin fyrir áfrýjun til Landsréttar hefur gjörsamlega verið svikin.“

Sjá einnig: Edda sakar Frosta um dreifingu falsfrétta – Hafi ekki farið til Ítalíu fyrir söfnunarfé

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega
Fréttir
Í gær

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur segir skemmdarverk framið á íslenskri tungu og nefnir fjölmörg dæmi

Sigmundur segir skemmdarverk framið á íslenskri tungu og nefnir fjölmörg dæmi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mannbjörg varð þegar strandveiðibátur sökk norðvestur af Garðskaga

Mannbjörg varð þegar strandveiðibátur sökk norðvestur af Garðskaga