fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
Fréttir

Gætu Íranar látið Rússum skriðdreka í té?

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 15. júní 2023 08:00

Pútín og Ebrahim Raisi forseti Íran. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvaða líkur eru á að Íranar fari að láta Rússum skriðdreka í té? Og jafnvel önnur brynvarin ökutæki?

Þessari spurningu varpaði lesandi vefs Sky News fram nýlega og var Alistair Bunkall, fréttamaður Sky News í Miðausturlöndum, til svara.

Hann sagði að vandamál Vesturlanda sé að þau geti í raun lítið gert til að stöðva straum vopna frá Íran til Rússlands eða frá Rússlandi til Írans en reiknað er með að Íranar fái Su-35 orustuþotur frá Rússum í staðinn fyrir dróna og önnur vopn.

Kaspíahaf býður upp á beina og auðvelda siglingaleið á milli ríkjanna en NATO-ríkin hafa ekki aðgang að Kaspíahafi. Ríkin á svæðinu hafa annað hvort ekki getu eða vilja til að blanda sér í málið.

Nýjustu gögn sýna að sífellt fleiri skip slökkva á staðsetningarbúnaði sínum á þessum slóðum og því er erfitt að fylgjast með þeim. Gervihnattarmyndir hafa þó varpað smávegis ljósi á það.

Skip virðast sigla frá Amirabad og Anzali í Íran og norður til Volgu en þar eru Rússar með stóra höfn í Astrakhan.

Einnig er talið að drónar og vopn hafi verið flutt loftleiðis til Rússlands.

Hvað varðar skriðdreka þá sagði Bunkall að það myndi ekki koma honum á óvart þótt Rússar muni reyna að hjálpa rússneskum bandamönnum sínum. En fullkomnasti skriðdreki Írana sé talin standa vestrænum skriðdrekum langt að baki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Skella í lás á Laugavegi í dag en opna stærri og glæsilegri Penna á Selfossi á næstu vikum

Skella í lás á Laugavegi í dag en opna stærri og glæsilegri Penna á Selfossi á næstu vikum
Fréttir
Í gær

Minnst sjö hafa kært Írisi Helgu fyrir umsáturseinelti

Minnst sjö hafa kært Írisi Helgu fyrir umsáturseinelti