Þessari spurningu varpaði lesandi vefs Sky News fram nýlega og var Alistair Bunkall, fréttamaður Sky News í Miðausturlöndum, til svara.
Hann sagði að vandamál Vesturlanda sé að þau geti í raun lítið gert til að stöðva straum vopna frá Íran til Rússlands eða frá Rússlandi til Írans en reiknað er með að Íranar fái Su-35 orustuþotur frá Rússum í staðinn fyrir dróna og önnur vopn.
Kaspíahaf býður upp á beina og auðvelda siglingaleið á milli ríkjanna en NATO-ríkin hafa ekki aðgang að Kaspíahafi. Ríkin á svæðinu hafa annað hvort ekki getu eða vilja til að blanda sér í málið.
Nýjustu gögn sýna að sífellt fleiri skip slökkva á staðsetningarbúnaði sínum á þessum slóðum og því er erfitt að fylgjast með þeim. Gervihnattarmyndir hafa þó varpað smávegis ljósi á það.
Skip virðast sigla frá Amirabad og Anzali í Íran og norður til Volgu en þar eru Rússar með stóra höfn í Astrakhan.
Einnig er talið að drónar og vopn hafi verið flutt loftleiðis til Rússlands.
Hvað varðar skriðdreka þá sagði Bunkall að það myndi ekki koma honum á óvart þótt Rússar muni reyna að hjálpa rússneskum bandamönnum sínum. En fullkomnasti skriðdreki Írana sé talin standa vestrænum skriðdrekum langt að baki.