fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Hótaði vegfarendum áður en hann stal bíl

Ritstjórn DV
Mánudaginn 24. apríl 2023 07:14

Lögreglumaður við störf.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um mann í gærkvöldi sem var að áreita fólk og hafa í hótunum við vegfarendur við verslunarkjarna í borginni.

Stuttu síðar var tilkynnt um að sami maður hefði stolið bifreið sem að skilin var í gangi fyrir utan veitingastað og ekið henni á brott.

Að sögn lögreglu upphófst þá töluverð leit lögreglu að bifreiðinni sem að bar árangur þegar lögreglumenn sáu bifreiðina á ferðinni. Lögregla stöðvaði ökumanninn og var hann handtekinn í kjölfarið og vistaður í fangaklefa, grunaður um nytjastuld, akstur undir áhrifum, eignaspjöll og akstur án réttinda.

Lögreglumenn á lögreglustöð 4, sem sinnir Mosfellsbæ, Grafarvogi og Árbæ, fengu tilkynningu um tvo menn í annarlegu ástandi ganga á milli bifreiða og virtust vera í þeim tilgangi að komast yfir verðmæti.

Lögreglan náði tali af mönnunum sem voru svo handteknir í kjölfarið með verðmæti sem lögregla telur vera þýfi. Þeir voru vistaðir í fangaklefa.

Í sama umdæmi var tilkynnt um þjófnað á töluverðu magni af eldsneyti af tveimur bifreiðum sem stóðu á athafnasvæði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Selfyssingur í vanda út af dularfullum niðursuðudósum

Selfyssingur í vanda út af dularfullum niðursuðudósum
Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir hættulega líkamsárás á Litla-Hrauni

Ákærður fyrir hættulega líkamsárás á Litla-Hrauni