fbpx
Mánudagur 20.maí 2024
Fréttir

Öldruð móðir Sigríðar Daggar þurfti að dúsa í sex klukkustundir í anddyri bráðamóttökunnar með einkenni blóðtappa

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 19. apríl 2023 11:28

Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands Mynd: Aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigríður Dögg Auðunsdóttir, fréttamaður á RÚV og formaður Blaðamannafélags Íslands, veltir fyrir sér stöðunni í heilbrigðiskerfinu eftir að rúmlega sjötug móðir hennar leitaði á bráðamóttöku í gærkvöldi með einkenni blóðtappa í handlegg. Benti Læknavaktin henni á að leita þangað.

„Hún var með skýr einkenni blóðtappa í handlegg enda voru einkennin þau sömu og fyrir einu og hálfu ári þegar hún greindist með blóðtappa í sama handlegg. Móðir mín missti eiginmann sinn úr Alzheimer fyrir þremur mánuðum eftir að hafa sinnt umönnun hans í fjögur ár. Hún er að auki með gangráð og því hjartveik og einnig mjög slæm í mjöðm eftir nýleg mjaðmaskipti, “ segir Sigríður Dögg.

Þrátt fyrir allt framantalið var öldruð móðir hennar látin bíða á sjöttu klukkustund án þess að nokkur sæi ástæðu til þess að líta á handlegginn á henni eða kanna líðan hennar.

„Ástæðan fyrir því að klukkustundirnar voru ,,aðeins sex“ var sú að hún gafst þá upp, örmagna af þreytu og verkjuð í mjöðminni og líkamanum eftir að hafa þurft að sitja í hörðum biðstofustól og fór heim,“ segir Sigríður Dögg.

Klukkan var þá að ganga tvö um nóttina og einu skilaboðin sem hún fékk í afgreiðslu bráðamóttöku (eftir að hafa spurt þrisvar og útskýrt sína sögu) var að hún mætti alveg eiga von á því að þurfa að sitja á þessum stól í anddyrinu í alla nótt. Móðir Sigríðar fór þá heim þrátt fyrir að vera óörugg og óttaslegin um hvort það væri óhætt.

Fór ein á bráðamóttökuna þar sem hún vildi ekki trufla börn sín

„Ástæðan fyrir því að hún var þarna ein, var að hún vildi ekki sóa tíma barnanna sinna í bið á bráðamóttöku og krafðist þess að við værum heima. Engu okkar datt í hug að svona alvarleg einkenni, og munnleg tilvísun frá Læknavakt, yrðu hundsuð,“ segir Sigríður Dögg.

Segir hún að móðir hennar hafi í morgun, þegar Sigríður Dögg reyndi að fá hana til að fara aftur á bráðamóttökuna, reynt að finna ástæður til þess að fara ekki. Þetta væri nú örugglega ekkert svo alvarlegt og móðir hennar ætlaði að bíða og sjá hvort hún lagaðist ekki bara, þar sem hún gat ekki hugsað sér að fara aftur á bráðamóttökuna. Sigríður Dögg segir að henni hafi tekist að tala um fyrir henni, og fá hana til þess að fara á heilsugæsluna. Þar fékk móðir hennar samtal við lækni, sem sendi hana beinustu leið á bráðamóttökuna.

„Sömu skilaboð og hún fékk frá Læknavaktinni í gær: þessi einkenni benda til blóðtappa og bráðamóttakan er eini staðurinn sem getur meðhöndlað þig,“ segir Sigríður Dögg.

„Þar er hún því nú. Ekki í sama stól og í nótt. Heldur öðrum, alveg eins. Og bíður. Hver veit hve klukkustundirnar verða margar í þetta skiptið? Og hvað ef þetta reynist vera blóðtappi og hún hefði ekki lagt í að leita sér hjálpar vegna þess viðmóts sem hún mætti í nótt. Viðmóts sem er afleiðing af þeirri ömurlegu staðreynd að bráðamóttakan ræður ekki við að veita þjónustu í samræmi við þarfir samfélagsins. Hve mörg hafa ekki leitað sér aðstoðar í tæka tíð vegna þess eins að þau vilja ekki trufla? Þeirra einkenni eru ekki nógu alvarleg? Hafa ekki kjark eða þor til þess að krefjast þess að þeim sé sinnt og á þau hlustað? Þau eru líklega ekki fá,“ segir Sigríður Dögg.

„Næst hringjum við á sjúkrabíl. Það er víst leiðin til þess að komast að á bráðamóttökunni, er mér sagt.“

Sigríður Dögg sagði síðan kl. 18.38 nýjar fregnir af móður sinni:
„Langri bráðamóttökuheimsókn loksins lokið. Læknar sögðu að þrátt fyrir að öll einkenni og saga bentu til blóðtappa, fundust engin merki hans sem betur fer. Hugsanlega geta þetta verið afleiðingar síðasta blóðtappa og einhverjar æðaskemmdir. Mamma fær amk tíma hjá sérfræðingi í næstu viku og á sjálf að fylgjast vel með ef einhverjar breytingar verða og koma strax ef einkennin versna í millitíðinni, sem við vonum að sjálfsögðu að gerist ekki. Takk fyrir góðar kveðjur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá körfuknattleiksdeild UMFN

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá körfuknattleiksdeild UMFN
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sviptingar í Landsrétti – Ákæru gegn látinni móður Jónasar James Norris vísað frá dómi

Sviptingar í Landsrétti – Ákæru gegn látinni móður Jónasar James Norris vísað frá dómi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lýsir yfir áhyggjum af vanþekkingu forsetaframbjóðenda

Lýsir yfir áhyggjum af vanþekkingu forsetaframbjóðenda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað