fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
Fréttir

HK tjáir sig ekki um mál Stefáns Arnars

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 17. apríl 2023 14:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðal­stjórn íþrótta­fé­lags­ins HK ætl­ar ekki að tjá sig opinberlega um mál Stef­áns Arn­ars Gunn­ars­son­ar, fyrrum þjálfara hjá félaginu. Stefán Arnar fannst látinn 2. apríl eftir að hafa verið saknað í tæpan mánuð.

„HK hyggst ekki tjá sig op­in­ber­lega um þann harm­leik sem fjöl­miðlar fjalla um þessa dag­ana varðandi and­lát fyrr­um þjálf­ara fé­lags­ins, Stef­áns Arn­ars. Aðal­stjórn fé­lags­ins vott­ar aðstand­end­um dýpstu samúð vegna missis þeirra,“ seg­ir í til­kynn­ingu HK en und­ir hana skrif­ar formaður aðal­stjórn­ar­inn­ar, Pét­ur Örn Magnús­son.

Stefán Arnar var þjálf­ari hjá fé­lag­inu. Í færslu sem bróðir hans, Samúel Ívar Árnason, skrifaði um helgina kom var að Stefáni Arnari var sagt upp störfum í janúar. Samúe Ívar gagn­rýndi vinnu­brögð íþrótta­fé­lags­ins í færslu sinni, en henni hefur verið deilt á samfélagsmiðlum auk þess sem allir fréttamiðlar skrifuðu um hana frétt.

Sjá einnig: Samúel segir aðför að mannorði Arnar bróður síns hafa ýtt honum fram af brúninni

Ef ein­stak­ling­ar glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir er bent er á Hjálp­arsíma Rauða kross­ins 1717 og netspjall Rauða krossins 1717.is. Opið allan sólarhringinn. Einnig má hafa sam­band við Píeta-sam­tök­in sem veita ókeyp­is ráðgjöf í síma 552-2218, allan sólarhringinn. Netspjall Heilsuveru þar sem svarar hjúkrunarfræðingur er líka opið frá kl.8-22 alla daga. Fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi má fá stuðning í sorg hjá Sorgarmiðstöð og hjá Pieta samtökunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá körfuknattleiksdeild UMFN

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá körfuknattleiksdeild UMFN
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sviptingar í Landsrétti – Ákæru gegn látinni móður Jónasar James Norris vísað frá dómi

Sviptingar í Landsrétti – Ákæru gegn látinni móður Jónasar James Norris vísað frá dómi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lýsir yfir áhyggjum af vanþekkingu forsetaframbjóðenda

Lýsir yfir áhyggjum af vanþekkingu forsetaframbjóðenda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað