fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Fréttir

Segir að Rússar hafi misst 1.100 hermenn í Bakhmut á einni viku

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 15. mars 2023 08:00

Vegfarandi virðir fyrir sér lík rússneskra hermanna í Kupiansk. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússar misstu rúmlega 1.100 hermenn í orustunni um Bakhmut á aðeins einni viku. Þetta sagði Volodymyr Zelenskyy, forseti Úkraínu, á sunnudaginn.

„Á tæpri viku, frá 6. mars, náðum við að fella rúmlega 1.100 hermenn óvinarins í Bakhmut. Óafturkræft tap Rússlands er í Bakhmut,“ sagði hann í daglegu ávarpi sínu til þjóðarinnar.

Hann sagði einnig að um 1.500 rússneskir hermenn hefðu særst svo alvarlega í Bakhmut á þessu sama tímabili að þeir séu ekki lengur bardagafærir.

Þess utan eyðilögðu Úkraínumenn tíu rússneskar skotfærageymslur og töluvert af hergögnum að sögn Zelenskyy.

Harðir og blóðugir bardagar hafa staðið um Bakhmut mánuðum saman og eru Rússar sagðir hafa misst allt að 30.000 hermenn þar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Neysla íslenskra barna á ávöxtum og grænmeti hefur aukist um 20 tonn

Neysla íslenskra barna á ávöxtum og grænmeti hefur aukist um 20 tonn
Fréttir
Í gær

Fyrrum bæjarfulltrúi dreginn fyrir dóm í leigudeilu – Lætur ekki ná í sig í Noregi

Fyrrum bæjarfulltrúi dreginn fyrir dóm í leigudeilu – Lætur ekki ná í sig í Noregi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Telja að algengasta verkjalyf heims gæti aukið líkur á einhverfu og ADHD

Telja að algengasta verkjalyf heims gæti aukið líkur á einhverfu og ADHD
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur sneri við úrskurði héraðsdóms í Hraðbankamálinu og sakborningur fer í gæsluvarðhald

Landsréttur sneri við úrskurði héraðsdóms í Hraðbankamálinu og sakborningur fer í gæsluvarðhald
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þetta eru skilyrðin sem Pútín setur fyrir friðarsamningi

Þetta eru skilyrðin sem Pútín setur fyrir friðarsamningi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Framkvæmdir við græna gímaldið ekki stöðvaðar

Framkvæmdir við græna gímaldið ekki stöðvaðar