fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Fréttir

Handtekinn 1976 – 46 árum síðar áttaði hann sig á sannleikanum um KGB-manninn

Ritstjórn DV
Mánudaginn 6. mars 2023 05:20

Pútín á KGB-árunum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 13. september 1976 var bankað á dyrnar heima hjá Yuli Rybakov í St. Pétursborg í Rússlandi. Fyrir utan stóð 23 ára liðsmaður rússnesku leyniþjónustunnar KGB. Hann var kominn til að handtaka Rybakov, sem var listamaður og stjórnarandstæðingur.

„1976 höfðum við enga hugmynd um hvernig þetta myndi þróast,“ sagði Rybakov í samtali við Bumaga.

Það var ekki fyrr en í nóvember á síðasta ári sem sannleikurinn kom í ljós þegar rússneskur sagnfræðingur var að fara í gegnum dómskjöl. Þau voru gerð opinber 2003 og komið fyrir í vörslu safns í St. Pétursborg.

Í þeim kemur fram að ungi KGB-maðurinn var enginn annar en Vladímír Pútín, forseti Rússlands.

Það hefur aldrei verið nein launung að hann var liðsmaður KGB. Hann var ráðinn þangað ári áður en Rybakov var handtekinn. Það má því telja líklegt að mál Rybakov hafi verið eitt fyrsta málið sem Pútín vann að hjá KGB.

„Nokkrir ungir menn komu og gerðu húsleit. Einn þeirra hét Pútín, hver hefði getað giskað á að hann yrði forseti?“ sagði Rybakov.

Hann var handtekinn þennan dag því í byrjun ágúst hafði hann, ásamt vini sínum, málað slagorð gegn Leonid Bresnjen, forseta Sovétríkjanna, á vegg. „Þú getur krossfest frelsið, en mannssálin þekkir enga hlekki,“ máluðu þeir á vegginn.

Þetta kostaði Rybakov sex ára dvöl í fangelsi og vinnubúðum.

Hann varð síðar stjórnarandstöðuleiðtogi, sat á þingi og í dag berst hann fyrir mannréttindum. Hann telur að Pútín hafi gert Rússum erfiðara fyrir að vera Rússar. „Frá því að Pútín komst til valda, hefur samfélagið okkar verið sannfært um að ríkisvaldið sé miskunnarlaust gagnvart þegnum sínum því hagsmunir ríkisins eru taldir mikilvægari en hagsmunir einstaklingsins og það telur ríkisvaldið alltaf,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi