fbpx
Miðvikudagur 22.október 2025
Fréttir

Félag í eigu Atla Helgasonar í þrot

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 1. mars 2023 11:12

Atli Guðjón Helgason. Mynd: Fréttablaðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einkahlutafélagið Harpia ehf. var úrskurðað gjaldþrota þann 16. febrúar síðastliðinn. Samkvæmt fyrirtækjaskrá Skattsins er eigandi félagsins Atli Guðjón Helgason, lögfræðingur.

Félagið var stofnað árið 2016 en starfsemi þess  var leiga atvinnuhúsnæðis, bygging íbúðar- og atvinnuhúsnæðis, pípulagnir og uppsetning hitunar- og loftræstikerfa.

Samkvæmt heimildum DV mun rekstur félagsins hafa tengst þjónustu Atla við einn skjólstæðinga hans, sem er iðnaðarmaður. Atli, sem er lögfræðingur að mennt, hefur þó ekki endurheimt lögmannsréttindi sín en hefur sinnt verkefnum tengdum lögmennsku.

Atli var árið 2001 dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir að hafa orðið viðskiptafélaga sínum, Einari Erni Birgissyni, að bana í Öskjuhlíð þann 8. nóvember árið 2000. Hann hlaut uppreist æru árið 2016 sem þýðir að hann hefur óflekkað mannorð í skilningi laganna.

Árið 2018 úrskurðaði Héraðsdómur Reykjavíkur að Atli skyldi fá lögmannsréttindi sín að nýju. Landsréttur sneri þeirri ákvörðun við sama ár. Atli kærði þá ákvörðun til Mannréttindadómstóls Evrópu á grundvelli vanhæfis Landsréttardómara og var hans kæra hluti af hinu svokallaða Landsréttarmáli. Ríkið gerði sátt við Atla vegna málsins í fyrra.

Skiptastjóri Harpia veitir ekki upplýsingar um gjaldþrot félagsins þar sem svo skammt er liðið frá því. DV hafði samband við Atla sem vill ekki tjá sig um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Fasteignasali segir markaðinn búinn að vera í frosti – „Það er enginn að mæta á opin hús“

Fasteignasali segir markaðinn búinn að vera í frosti – „Það er enginn að mæta á opin hús“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Anna lofar Felix og Klöru – Rifjar upp kynni við ónafngreindan tollvörð sem hún segir fyrirmynd Felix

Anna lofar Felix og Klöru – Rifjar upp kynni við ónafngreindan tollvörð sem hún segir fyrirmynd Felix
Fréttir
Í gær

Innviðaráðherra fellur frá þrepaskiptum réttindum til dráttarvélaaksturs

Innviðaráðherra fellur frá þrepaskiptum réttindum til dráttarvélaaksturs
Fréttir
Í gær

„Það er verið að taka flugrekstur og ferðaþjónustu á Íslandi og bara Íslendinga í gíslingu“

„Það er verið að taka flugrekstur og ferðaþjónustu á Íslandi og bara Íslendinga í gíslingu“