fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fréttir

Eftirlit og þrifnaður í kjúklingasláturhúsum og vinnslustöðvum ófullnægjandi

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 8. febrúar 2023 09:00

Úr kjúklingasláturhúsi. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýrri skýrslu Eftirlitsstofnunar ESA kemur fram að kjúklingaslátrun og vinnsla er ekki eins og best verður á kosið hér á landi og eftirliti er ábótavant. Kjúklingar, sem bera þess merki að vera óheilbrigðir, komast í gegnum skoðun í sláturhúsum og þrifnaður og innréttingar eru ekki í samræmi við reglur.

Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Í skýrslunni kemur meðal annars fram að frárennslisvatni sé illa stýrt og þrifnaði ábótavant. Einnig kemur fram að lítið hlutfall fugla sé skoðað af eftirlitsaðilum. „Í einu sláturhúsinu sem heimsótt var tók teymið eftir því að nokkrir fuglar á færibandinu höfðu komist fram hjá skoðunarstaðnum, sem hefðu átt að vera teknir í burt samkvæmt reglugerð, vegna sjúklegra frávika, svo sem hita eða aflitunar,“ segir í skýrslunni.

Í öðru sláturhúsi var ekki aðstaða til að gera viðunandi skoðanir á fuglunum. Á sumum stöðu voru innréttingar ekki í samræmi við matvælareglugerðir. Nefnir teymið að léleg stjórnun hafi verið á frárennslisvatni og ekki hafi verið nægileg aðgreining á milli kjötvinnslusvæðis og svæðisins þar sem búnaður er hreinsaður. Sums staðar var illa þrifið, málning flögnuð, hitastjórnun í eldun ekki nægileg og afskurður af kjúklingum geymdur í ílátum sem voru merkt sem matur. „Þessar brotalamir auka líkurnar á því að óörugg matvæli komist í fæðukeðju mannsins og að dýrasjúkdómar uppgötvist ekki,“ segir í skýrslunni.

Á heimasíðu sinni segist MAST hafa brugðist hratt við og bætt úr varðandi þær athugasemdir sem eru settar fram í skýrslunni en hún var birt 31. janúar. Skoðun ESA fór fram 25. október til 1. nóvember.

Hægt er að lesa nánar um málið í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sagt upp eftir að hún krafðist leiðréttingar á kjörum sínum vegna meintrar mismununar

Sagt upp eftir að hún krafðist leiðréttingar á kjörum sínum vegna meintrar mismununar
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Fríkirkjan Kefas fær að standa – Lýður taldi sig eiga lóðina

Fríkirkjan Kefas fær að standa – Lýður taldi sig eiga lóðina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Til skoðunar að sekta ökumenn á nagladekkjum í vikunni – Getur reynst ökumönnum dýrt

Til skoðunar að sekta ökumenn á nagladekkjum í vikunni – Getur reynst ökumönnum dýrt