fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Efling krefst þess að Aðalsteinn Leifsson víki

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 7. febrúar 2023 10:01

Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Efling – stéttarfélag sendi í morgun kröfu til embættis ríkissáttasemjara um að Aðalsteinn Leifsson víki sæti sökum vanhæfis í kjaradeilu Eflingar við Samtök atvinnulífsins. Er þess krafist að skipaður verði staðgengill hans til að fara með málið.

Í erindi Eflingar er meðhöndlun ríkissáttasemjara á málinu rakin. Rök eru leidd að því hann hafi með framgöngu sinni gefið skýrt tilefni til að draga óhlutdrægni sína í efa.

Ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillögu sína án þess að hann uppfyllti skilyrði laga um að ráðgast við Eflingu. Tillagan er efnislega samhljóða tilboði Samtaka atvinnulífsins, og kom í engum atriðum til móts við sjónarmið Eflingar. Þessar málsástæður og fleiri eru tíundaðar í erindi Eflingar, segir í tilkynningu frá Eflingu.

Öll heildarsamtök launafólks á Íslandi hafa opinberlega gagnrýnt miðlunartillögu ríkissáttasemjara.

Sólveigu Önnu mjög brugðið í héraðsdómi – „Ég hef haft von um að það sé til eitthvert réttlæti í þessu samfélagi“

Verkfallsboðun Eflingar lögmæt

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Þetta er góð táknmynd af þeim stóra vanda sem Pútín glímir við

Þetta er góð táknmynd af þeim stóra vanda sem Pútín glímir við