fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Guðmundur í Brim keypti stóra jörð í Öxarfirði – Ætlar að demba sér í sauðfjár- og skógrækt

Björn Þorfinnsson
Laugardaginn 4. febrúar 2023 12:41

Guðmundur Kristjánsson mynd/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Útgerðarmaðurinn Guðmundur Kristjánsson, jafnan kenndur við Brim, hefur keypt jarðirnar Daðastaði, Arnarstaði og Arnarhól í Öxarfirði. Þetta staðfestir Guðmundur í samtali við DV. Jarðirnar eru alls um 7.000 hektarar en þar hefur um árabil verið rekið stórt sauðfjárbú auk þess sem ábúendur hafa látið til sín taka í skógrækt hin síðari ár. Segist Guðmundur ætlar að halda því góða starfi áfram.

Skógrækt og sauðfjárrækt geti vel farið saman

Jarðirnar voru auglýst til sölu í ágústlok í fyrra og var óskað eftir tilboði í eignina og allt sem henni fylgir, sauðfé, kvóta og vélum. Kaupverð eignarinnar liggur ekki fyrir en reikna má með að það sé ekki undir 150 milljónum króna.

Í samtali við DV talar Guðmundur afar hlýlega um fyrri eiganda, Gunnar Einarsson, og það starf sem unnið hefur verið á jörðinni. „Gunnar og fjölskylda hans hafa búið hér í 40 ár og hafa unnið afar gott starf. Þau hafa sérstaklega sýnt fram á það að skógrækt og sauðfjárrækt geta vel farið saman með beitarstýringu,“ segir Guðmundur.

Á láði og legi

Eins og alþjóð veit er Guðmundur þekktur fyrir aðkomu sína að sjávarútvegi og því eru það nokkur tíðindi að hann ætli að hasla sér völl í landbúnaði. Hann segir þó að kapp sé best með forsjá og hann hafi ekki augastað á fleiri jörðum. „Ég held að það sé best að byrja rólega. Ég hef mikla trú á íslenskum landbúnaði, eða í raun matarlandinu Íslandi“ segir Guðmundur.

Hann ætlar ekki að búa á Daðastöðum reiknar þó með því að vera þar með annan fótinn. Hversu mikið muni ráðast af heilsu hans næstu áratugina. Ráðsmaður muni sjá um dagleg störf á jörðinni.

Athygli vekur að jarðirnar sem Guðmundur keypti eru í bakgarði jarðanna Núps og Akursels  þar sem að Samherji rekur umfangsmikið fiskeldi á landi. Fyrst keypti fyrirtækið skika úr Núpsmýri sem tilheyrði Núpi en Daðastöðir á norðurhluta mýrinnar. Síðar var jörðin Akursel keypt svo hægt væri að bora eftir meira vatni fyrir stöðina í kjölfar þess að ráðist var í umfangsmikla fjárfestingu þar sem starfsemin verður tvöfölduð.

Aðspurður segist Guðmundur ekki hafa í hyggju að láta til sín taka í landeldi. „Nei, eins og þú segir þá er Samherji með umfangsmikla eldisstarfsemi þarna auk þess sem Rifós er með fiskeldi á Kópaskeri. Ég held að það sé alveg nóg fyrir þetta litla svæði,“ segir Guðmundur.

 

Samherji er með mikil umsvif í Öxarfirði. Mynd/Samherji
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“
Fréttir
Í gær

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg