fbpx
Laugardagur 10.júní 2023
Fréttir

Hrotti eða bjargvættur? – Lúskraði á manni en segist hafa verið að hjálpa vinkonu sinni og hefna látins vinar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 31. janúar 2023 16:30

Héraðsdómur Reykjavíkur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður var ákærður fyrir líkamsárás, fyrir að hafa nánar til tekið rifið í tagl á öðrum manni, gripið í háls hans að aftanverðu, slegið hann með krepptum hnefa í höfuðið og víðsvegar í líkama, þannig að maðurinn féll í gólfið, og í kjölfarið veist að honum þar sem hann lá í gólfinu með ítrekuðum höggum og spörkum víðsvegar um líkamann. Árásarþolinn hlaut mar aftan á hnakka, opið sár á höfði, brot á vinstri vanga- og kjálkabeinum, og fleiri áverka.

Dómur var kveðinn upp í þessu máli við Héraðsdóm Reykjavíkur þann 26. janúar síðastliðinn. Atvikið átti sér stað í heimahúsi í Reykjavík í október árið 2020. Brotaþoli lýsti atvikum svo fyrir lögreglu að hann hefði verið í heimsókn hjá vinkonu sinni en hún brugðið sér frá og komið til baka í fylgd með árásarmanninum. Hann hafi þá verið að sinna uppvaski en hinn ákærði hefði umsvifalaust ráðist á sig aftan frá og gripið í hártaglið á sér. Lýsir hann síðan ofbeldinu eins og það er rakið hér að ofan.

Létu þeir farlama vin deyja einan og yfirgefinn?

Ákærði hafði áhugaverða sögu að segja í vitnastúku af atvikinu, eða öllu heldur forsögu þess. Sagði hann fyrir dómi að árásin hefði verið „endir sögu“. Hann hefði hitt brotaþolann í íbúð tveimur mánuðum fyrr í gegnum sameiginlegan félaga. Sameiginlegi félaginn og brotaþoli höfðu verið búnir að yfirtaka íbúð þar sem rúmliggjandi maður bjó. Segir hann mennina tvo, brotaþola og sameiginlega félagann, hafa lagst upp á rúmliggjandi manninn, haldið honum í neyslu en síðan yfirgefið hann. Hefði farlama maðurinn dáið, einn og yfirgefinn, fjórum dögum síðar.

Brotaþolinn hafi síðan, nokkru síðar, eftir að hafa verið á götunni um tíma, flutt inn á vinkonu hins ákærða. Ákærði og hún séu mjög góðir vinir en konan sé í veikri stöðu, hún sé með bæði asperger og tourette. Segir hinn ákærði að brotaþolinn hafi sýnt vinkonu sinni yfirgang og áreitt hana kynferðislega. Hafi hann verið búin að liggja uppi á vinkonunni í tvo daga þegar hún hringdi í hann og bað um hjálp.

Hinn ákærði viðurkenndi að hann hafi verið mjög reiður þegar hann mætti á vettvang en neitaði stórum hlut af ofbeldiskákærunni og sagðist hafa tekið mun mildilegar á manninum en þar er lýst.

Fangelsi og miskabætur

Ekki þótti sannað að hinn ákærði hefði sparkað og kýlt í manninn eftir að hann féll í gólfið en dómari taldi sannað að henn hafði rifið í hár hans, tekið hann hálstaki og kýlt hann í höfuðið og víðsvegar í líkamann á meðan hann var uppistandandi.

Hinn ákærði er með töluverðan brotaferil að baki. Var hann dæmdur í 60 daga fangelsi og til greiðslu 700 þúsund króna í miskabætur.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ný stjórn kosin hjá Hugarafli

Ný stjórn kosin hjá Hugarafli
Fréttir
Í gær

Svipti sig lífi eftir ítrekaðar frávísanir frá gistiskýlinu – Hafnarfjarðarbær neitaði að greiða gistinguna

Svipti sig lífi eftir ítrekaðar frávísanir frá gistiskýlinu – Hafnarfjarðarbær neitaði að greiða gistinguna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristján kominn með harðskeyttan lögmann í stríðinu við Endurmenntun HÍ – Svona var atburðarásin þegar hann var rekinn

Kristján kominn með harðskeyttan lögmann í stríðinu við Endurmenntun HÍ – Svona var atburðarásin þegar hann var rekinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hökkuðu sjónvarpsútsendingar á Krím – Sýndu myndir af árásum Úkraínumanna

Hökkuðu sjónvarpsútsendingar á Krím – Sýndu myndir af árásum Úkraínumanna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sakaði réttarvörslukerfið um fordóma út af löngu gæsluvarðhaldi þegar dómurinn féll – Aftur úrskurðaður í gæsluvarðhald allt fram í desember

Sakaði réttarvörslukerfið um fordóma út af löngu gæsluvarðhaldi þegar dómurinn féll – Aftur úrskurðaður í gæsluvarðhald allt fram í desember
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Staðfest að Modestas sé hinn látni

Staðfest að Modestas sé hinn látni