fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
Fréttir

Ofurvopn Pútíns er „týnt“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 23. janúar 2023 05:56

T-14 Armata skriðdreki á hersýningu 2020. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hann er vígalegur að sjá þegar hann brunar í gegnum skóglendi á 55 km hraða eða yfir sléttur á 75 km hraða. Þetta er fullkomnasti skriðdreki Rússa, T-14, en hans hefur aðallega orðið vart í myndböndum á YouTube og í lofsöng rússneskra fjölmiðla. En hann hefur ekki sést á vígvellinum í Úkraínu.

T-14 er oft nefndur Armata og hefur hann verið í þróun síðan 2010. Langt er síðan fyrstu nokkur hundruð skriðdrekarnir áttu að rúlla út úr Uralvagonzavod skriðdrekaverksmiðjunni í borginni Jekaterinburg. En þannig hefur það ekki farið. Jótlandspósturinn segir að líklega sé aðeins búið að framleiða nokkur eintök, frumgerðir.

Skriðdrekarnir hafa ekki verið notaðir á vígvelli, hvorki í Sýrlandi né Úkraínu og verða væntanlega ekki notaðir í Úkraínu. En ekki eru allir á einu máli um af hverju þeir verða væntanlega ekki notaðir í Úkraínu. Bent hefur verið á að hugsanlega séu skriðdrekarnir einfaldlega ekki tilbúnir eða þá að Rússar hafi komist að þeirri niðurstöðu að þeir séu of dýrir. Aðrir hafa sagt að yfirstjórn hersins vilji ekki nota svona fullkomið vopn, sem er aðeins til í litlu magni, af ótta við að það verði eyðilagt eða falli í hendur óvinarins.

Rússneski miðillinn Vojennoje Obozrenije benti að sögn Jótlandspóstsins á að stór vandamál hafi verið í framleiðslu rússneskra vopnaframleiðenda vegna skorts á íhlutum og það hafi stöðvað T-14 verkefnið. Staðan sé svo slæm að það sé fljótlegra að telja upp hvaða íhlutir eru til en hvaða hluti vantar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Furðaði sig á kröfu Fjölmiðlanefndar í gær en deilurnar hófust fyrir fimm árum – „Eigum við ekki að róa okkur aðeins“

Furðaði sig á kröfu Fjölmiðlanefndar í gær en deilurnar hófust fyrir fimm árum – „Eigum við ekki að róa okkur aðeins“
Fréttir
Í gær

Svarar Snorra fullum hálsi og segir ungt fólk eiga betra skilið en hann

Svarar Snorra fullum hálsi og segir ungt fólk eiga betra skilið en hann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Hugur minn stendur til að bjóða þetta eldissvæði út þegar matið liggur fyrir“

„Hugur minn stendur til að bjóða þetta eldissvæði út þegar matið liggur fyrir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Helga hafa leikið fórnarlamb meðan mál hans voru til skoðunar – Hafi aldrei verið undir raunverulegri ógn af hálfu Khourani

Segir Helga hafa leikið fórnarlamb meðan mál hans voru til skoðunar – Hafi aldrei verið undir raunverulegri ógn af hálfu Khourani
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón ósáttur við gæludýralögin – „Þetta er gjaldið sem aðrir flokkar greiða fyrir að fá stuðning Ingu Sæland“

Jón ósáttur við gæludýralögin – „Þetta er gjaldið sem aðrir flokkar greiða fyrir að fá stuðning Ingu Sæland“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hamed í fimm ára fangelsi eftir hryllinginn við Skyggnisbraut – Hending ein að ekki hlaust mannsbani af

Hamed í fimm ára fangelsi eftir hryllinginn við Skyggnisbraut – Hending ein að ekki hlaust mannsbani af