fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Fréttir

Ræstingafyrirtæki dró hótel á Hellu fyrir dóm – Ásakanir á víxl

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 11. janúar 2023 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nostra ræstingar ehf. kröfðu Stracta Hótel á Hellu (Stracta Hellu ehf) um 15 milljónir króna vegna ógreiddrar þjónustu fyrir ræstingar, í máli sem fór fyrir Héraðsdóm Reykjaness. Dómur var kveðinn upp í málinu í dag, þann 11. janúar.

Stefnt var vegna þriggja ógreiddra reikninga frá hausti 2021 og fram í janúar 2022. Hæsti reikningurinn var upp á tæpar níu milljónir.

Fulltrúum ræstingafyrirtækisins og hótelsins bar engan veginn saman um málsatvik og hafði hótelið uppi ásakanir á hendur ræstingaþjónustunni. Stracta Hellu sakaði starfsfólk ræstingaþjónustunnar um að hafa eyðilagt gardínur á hótelinu með því að þvo þær við of mikinn hita þannig að þær styttust um 10 cm.

Ennfremur vísaði Stracta til þess að hótelið hefði keypt lín og handklæði frá Nostra fyrir rúmar fimm milljónir króna, greitt fyrir vörurnar en aldrei fengið þær afhentar.

Stracta benti enn fremur á að Nostra hefði ekki lagt fram nein gögn um meintan þjónustusamning milli aðilanna, ennfremur væru kostnaðarliðir í ógreiddu reikningunum sem stæðust ekki.

Það var þó niðurstaða Héraðsdóms að Stracta Hella ætti að greiða Nostra 2.153.650 krónur auk dráttarvaxta, sem og 700 þúsund krónur  í málskostnað.

 

Dóminn má lesa hér

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi