fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Mikil hækkun fasteignaverðs á Akureyri – Utanbæjarfólk kaupir sér aukaíbúð í bænum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 6. september 2022 09:00

Frá Akureyri

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verð á íbúðum í fjölbýli á Akureyri hefur hækkað tvöfalt meira en í Reykjavík á árinu. Hækkunin er rúmlega þrefalt meiri en á Selfossi og í Reykjanesbæ. Mjög hefur færst í vöxt að utanbæjarfólk kaupi sér aukaíbúð á Akureyri.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. Arnar Birgisson, fasteignasali og eigandi Eignavers, sagði í samtali við blaðið að reykvískir fjárfestar hafi verið að færa sig til Akureyrar. Óvenjuhátt hlutfall íbúðareigenda á Akureyri sé ekki með lögheimili í bænum. „Fólk er að kaupa sér annað heimili á Akureyri. Akureyri er í tísku,“ sagði hann.

Hann sagðist ekki eiga von á að fasteignaverð á Akureyri nái fasteignaverðinu á höfuðborgarsvæðinu í fyrirsjáanlegri framtíð. Markaðurinn muni kólna á Akureyri eins og annars staðar í kjölfar vaxtahækkunar og þrengri lánaskilyrða.

Hvað varðar sérbýli hefur verðþróunin verið nokkuð í takt við það sem gerist annars staðar á landinu. Sagði Arnar ástæðuna vera að það séu Akureyringar sem séu að kaupa sérbýli, ekki utanbæjarfólk.

Nánar er hægt að lesa um málið í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Blöskrar fréttaflutningur af minnkandi spilakassatekjum -„Þarna sýndi Rauði krossinn sitt rétta andlit frammi fyrir alþjóð“

Blöskrar fréttaflutningur af minnkandi spilakassatekjum -„Þarna sýndi Rauði krossinn sitt rétta andlit frammi fyrir alþjóð“
Fréttir
Í gær

Segir ekki einn heldur tvo frambjóðendur hafa skuldað sér áratugum saman – „Ef þeir gera upp við mig þá fyrirgef ég þeim að sjálfsögðu“

Segir ekki einn heldur tvo frambjóðendur hafa skuldað sér áratugum saman – „Ef þeir gera upp við mig þá fyrirgef ég þeim að sjálfsögðu“
Fréttir
Í gær

Meira en 10.000 kynsjúkdómatilfelli greind á Íslandi síðan 2020 – Sjáðu hvaða kynsjúkdómur er algengastur

Meira en 10.000 kynsjúkdómatilfelli greind á Íslandi síðan 2020 – Sjáðu hvaða kynsjúkdómur er algengastur
Fréttir
Í gær

Seesaw-deilur Reykjavíkur og Persónuverndar beint í Hæstarétt

Seesaw-deilur Reykjavíkur og Persónuverndar beint í Hæstarétt
Fréttir
Í gær

Viðbúnaður vegna vélarvana flutningaskips

Viðbúnaður vegna vélarvana flutningaskips
Fréttir
Í gær

Bretar vilja láta Úkraínu fá nýtt ofurvopn – Myndband

Bretar vilja láta Úkraínu fá nýtt ofurvopn – Myndband