fbpx
Fimmtudagur 08.desember 2022
Fréttir

Gífurleg reiði í Rússlandi – Skaut manninn sem kvaddi vin hans til herskyldu

Ritstjórn DV
Mánudaginn 26. september 2022 15:30

Mótmælendur og liðhlaupar eru ekki teknir neinum vettlingatökum í Rússlandi. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneskur hermaður sem starfaði á skrifstofu fyrir herkvadda var skotinn af manni sem var frá sér af reiði vegna þess að vinur hans hafði verið kvaddur til herskyldu. Annar maður kveikti einnig í sjálfum sér til að mótmæla herkvaðningunni sem forseti Rússlands, Vladimir Pútín, tilkynnti um á dögunum. Guardian greinir frá.

Reyna að flýja

Mótmæli hafa átt sér stað víða um Rússland, en í dag var þriðji dagurinn af hörðum mótmælum. Löggæsluaðilar í mótmælunum hafa skotið með sjálfvirkum vopnum í ljósið til að reyna að leysa upp þvögur reiðra Rússa sem hafa myndast. Þúsundir bíla eru nú í biðröðum við landamæri landsins þar sem ungir menn freista þess að komast undan hverkvaðningu.

Mikil spenna ríkir nú um landið, mikil reiði og heift. Orðrómur gengur nú um að landamærum verði brátt lokað og ungum mönnum á herskyldu aldri verði meinað að yfirgefa landið. Jafnvel hefur verið talað um að gripið verði til herlaga. Þetta er fimmti dagurinn síðan tilkynnt var um væntanlega herkvaðningu. Yfirvöld hafa reynt að róa landsmenn og segja að engar ákvarðanir hafi verið teknar um að loka landamærum eða koma á herlögum en engu að síður óttast Rússar að það sé fyrirsláttur.

Nú förum við öll heim

Áðurnefndur hermaður sem starfar við herkvaðningar var skotinn í bænum UstIlimsk þar sem búa um 85 þúsund manns, en bærinn er í Síberíu. Myndband hefur gengið af skotárásinni og sést þar hvar hermaðurinn var skotinn af öðrum sem var klæddur í feluliti á meðan aðrir flúðu herbergið.

„Ég skammast mín fyrir að þetta sé að eiga sér stað á tíma þar sem við þvert á móti ættum að standa sameinuð,“ skrifaði ríkisstjóri Irkutsk svæðisins, Igor Kobzev, á Telegram. „Við ættum ekki að berjast hvert við annað heldur gegn raunverulegu ógnunum.“

Guardian greinir frá því að samkvæmt vitni hafi árásaraðilinn skotið hermanninn þegar hann fór með klaufalega ræðu um mikilvægi þess að fara til Úkraínu að berjast. „Enginn er að fara eitt né neitt, “ hafði árásaraðilinn þá öskrað og svo hafið skothríð. Annað vitni segir að maðurinn hafi sagt: „Enginn er á leiðinni í stríð. Nú förum við öll heim.“

Í borginni Ryazan er maður sagður hafa kveikt í fötum sínum á meðan hann öskraði að hann vildi ekki taka þátt í hernaði Rússa í Úkraínu.

Gagnrýnt hefur verið að hlutfallslega hafi fleiri ungir menn úr minnihlutahópum verið kvaddir til herskyldu í Úkraínu.

Mótmæli eru áfram áformuð en þegar hafa þúsundir manna verið handteknir fyrir að láta í ljós reiði sína.

Ótti við kjarnorkuvopn og óþjálfaðir sendir beint á vígvöllinn

Þær fegnir hafa borist frá Úkraínu að sumir Rússar sem nýlega hafi verið kvaddir til herskyldu hafi tafarlaust verið sendir á átakasvæði án nokkurrar þjálfunar.

AP news greinir frá því að Rússland gætu verið að áforma að hella olíu á eld stríðsins í Úkraínu og að jafnvel verði gripið til kjarnorkuárása. Vladimir Pútín af það fyllilega í skyn í nýlegu ávarpi sínu að Rússar muni ekki hika við notkun kjarnorkuvopna til að verja rússneskt yfirráðasvæði, þar á meðal svæði sem hafa verið hernumin í Úkraínu en talið er að Pútín hafi þar verið að ráða Úkraínumönnum frá því að sækjast aftur eftir þeim svæðum.

Þessi hótun Pútíns hefur lítið gert til að róa hans eigin þjóð og óttast nú fjölskyldur og ungir menn í Rússlandi að vera á vígvellinum er kjarnorkuvopnum verði beitt.

Öryggismálaráðunautur í Bandaríkjunum Jake Sullivan sagði við fjölmiðla í gær að ef Rússar grípi til kjarnorkuvopna verði afleiðingarnar fyrir Rússlands á hamfara mælikvarða.

Ég vil lifa

Herkvaðningin sem ráðist hefur verið í nú í Rússlandi á að skila minnst 300 þúsund rússneskum hermönnum til Úkraínu. Þetta hefur komið þjóðinni spánskt fyrir sjónir í ljósi þess að Rússland hefur neitað að um stríð sé að ræða heldur hefur alltaf talað um sérstakar hernaðaraðgerðir. Pútín undirritaði forsetaúrskurð á sunnudag þar sem hertar voru sektir við því að flýja herskyldu – nú varðar slíkt allt að 10 ára fangelsi.

Samkvæmt Al Jazeera hafa karlmenn á herskyldualdri vaknað við vondan draum við herkvaðningu þar sem þeir hafa um 30 mínútur til að pakka í tösku áður en þeim er ekið af stað í stríð. Jafnvel séu dæmi um að ungir menn hafi verið sóttir tíma í skólum.

Fyrrverandi hermaður sagði í samtali við Al Jazeera að hann óttist að vera kallaður aftur í herinn. „Auðvitað er ég hræddur og ég skammast mín ekki fyrir að viðurkenna það. Ég vil lifa. Þetta ár hefur ferill minn virkilega byrjað að blómstra og ég vil ekki skipta út rólega lífinu mínu þar sem ég á nóg í mig og á, fyrir skotgrafir nærri Donetsk. En ég get ekkert gert. Ég get ekki farið úr landi og unnið þaðan og húsnæðislánið mitt hefur klippt vængi mína.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fréttavaktin: Segir Eflingu hafa svikið sig | Ríkisendurskoðun harðorð

Fréttavaktin: Segir Eflingu hafa svikið sig | Ríkisendurskoðun harðorð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tálbeitan gómar annan íslenskan mann – Vildi fara í trekant með 11-12 ára stelpum

Tálbeitan gómar annan íslenskan mann – Vildi fara í trekant með 11-12 ára stelpum