fbpx
Sunnudagur 21.júlí 2024
Fréttir

Bandaríkin hraða aðstoð við Evrópu vegna gasskorts

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 14. september 2022 20:00

Arctic Voyager kemur til hafnar í Rotterdam með gas. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Himinhátt gasverð í Evrópu fer ekki fram hjá ráðamönnum í Bandaríkjunum og nú vinna nánustu efnahagsráðgjafar Joe Biden, forseta, að áætlanagerð um hvernig sé hægt að koma Evrópu í gegnum gaskrísuna.

Ein af áætlununum er mjög áhugaverð út frá evrópskum sjónarhóli. Hún gengur út á að bandaríkjastjórn vill fá bandaríska framleiðendur til að auka útflutning á fljótandi gasi til Evrópu. Washington Post skýrir frá þessu.

Mikið hefur verið fjallað um slæmt útlit orkumála í Evrópu að undanförnu og áhyggjur af stöðu efnahagsmála í álfunni vegna hugsanlegs orkuskorts og hás orkuverðs. Sérstakar áhyggjur eru af þýsku efnahagslífi en þýskt efnahagslíf er aðalmótor evrópsks efnahagslífs.

Janet L. Yellen, fjármálaráðherra, sagði nýlega að Bandaríkjastjórn hafi áhyggjur af slæmum efnahagshorfum í Evrópu vegna stríðsins í Úkraínu.  Hún sagði að Bandaríkjastjórn muni að sjálfsögðu gera allt sem hún getur til að hjálpa Evrópu með gas.

Á síðustu mánuðum hafa Bandaríkin tvöfaldað útflutning sinn á fljótandi gasi til Evrópu og er hann nú um 70% af gasútflutningi landsins. En sá vandi steðjar að að Evrópuríki hafa ekki getu til að taka á móti öllu því gasi sem hægt er að fá frá Bandaríkjunum. Ástæðan er að það þarf að geyma það í sérstökum geymslum og þær eru ekki fyrir hendi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fjöldi fólks varð strandaglópar í Búdapest þegar flug Wizz air féll niður – Maður í hjólastól lofar viðbrögð Íslensku Klíníkurinnar

Fjöldi fólks varð strandaglópar í Búdapest þegar flug Wizz air féll niður – Maður í hjólastól lofar viðbrögð Íslensku Klíníkurinnar
Fréttir
Í gær

Costco reiknar ekki með að „heimsendafatan“ verði til sölu hérlendis – Aðeins ákall neytenda gæti breytt því

Costco reiknar ekki með að „heimsendafatan“ verði til sölu hérlendis – Aðeins ákall neytenda gæti breytt því
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Strandamenn óhamingjusamastir en Skagfirðingar ánægðastir með lífið

Strandamenn óhamingjusamastir en Skagfirðingar ánægðastir með lífið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Datt illa í vinnunni og slasaðist – Var handtekinn í kjölfarið þegar upp komst að hvorki dvalar- né atvinnuleyfi var til staðar

Datt illa í vinnunni og slasaðist – Var handtekinn í kjölfarið þegar upp komst að hvorki dvalar- né atvinnuleyfi var til staðar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Umboðsmaður Alþingis skipar lögreglu að afhenda Tómasi sjálfsvígsbréf sonar hans – Neita að afhenda það

Umboðsmaður Alþingis skipar lögreglu að afhenda Tómasi sjálfsvígsbréf sonar hans – Neita að afhenda það
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tæknibilun í vírusvarnarhugbúnaði virðist hafa valdið ringulreið á heimsvísu – „Jæja, þá kemst maður kannski ekki heim“

Tæknibilun í vírusvarnarhugbúnaði virðist hafa valdið ringulreið á heimsvísu – „Jæja, þá kemst maður kannski ekki heim“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Neyðarleg rangfærsla á versta tíma og ráðuneytið svarar ekki spurningum um málið

Neyðarleg rangfærsla á versta tíma og ráðuneytið svarar ekki spurningum um málið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Einn lítillega slasaður eftir sprengingu í Leifsstöð

Einn lítillega slasaður eftir sprengingu í Leifsstöð