fbpx
Föstudagur 30.september 2022
Fréttir

Skyndisókn Úkraínumanna afhjúpar veikleika rússneska hersins

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 12. september 2022 08:00

Rússneskir hermenn á ferð. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skyndisókn Úkraínumanna í Kharkiv hefur borið góðan árangur og þeir hafa sótt langt fram og náð að frelsa héraðið úr klóm Rússa. Rússneskir hermenn eru á flótta og hafa skilið eftir mikið af hergögnum og skotfærum.

Sérfræðingar segja að skyndisóknin og sá góði árangur sem hún hefur borið afhjúpi veikleika rússneska hersins.

Ef Úkraínumönnum tekst að halda þessum landsvæðum og sækja fram í suðurhluta landsins þá mun það efla þá og styrkja stöðu þeirra fyrir tímabilið frá október til desember en þá er erfitt að standa í stórum hernaðaraðgerðum vegna veðurfars.

Á síðustu vikum hafa margir Rússar varað við því að her landsins sé við að brotna saman vegna löngu boðaðrar sóknar Úkraínumanna í Kherson. Þar hafa þeir náð ákveðnum árangri en það var skyndisóknin í Kharkiv sem færði þeim mikla sigra. Sú sókn er ekki til þess fallin að bæta ástand rússneska hersins.

Sumir vestrænir hernaðarsérfræðingar telja að sóknin í Kharkiv geti verið ákveðinn vendipunktur í stríðinu. Lawrence Freedman, breskur sérfræðingur í hernaðartækni, skrifaði í greiningu um þróun mála að það sem hefur átt sér stað síðustu daga sé sögulegt. Sóknin hafi kollvarpað mörgum þeim hugmyndum sem fólk hefur haft um gang stríðsins.

Á laugardaginn byrjuðu rússneskir álitsgjafar, bæði þeir sem eru hliðhollir valdhöfunum í Kreml og þeir sem eru gagnrýnir á þá, að láta heyra í sér um þróun mála að sögn Jótlandspóstsins. Sergei Markov, íhaldssamur stjórnmálaskýrandi, spurði af hverju úkraínski herinn sæki fram á sama tíma og sá rússneski hörfi. Hann svaraði spurningunni síðan sjálfur: „Af því að úkraínski herinn hefur tvisvar sinnum fleiri hermenn en sá rússneski.“

Igor Girkin líkti stöðunni við Izjum við orustuna við Mukden í Kína 1905. Þá biðu Rússar niðurlægjandi ósigur fyrir japönskum hersveitum.

Konstantin Sonin, landflótta Rússi sem er prófessor við Chicago háskóla, sagði að lélegur mórall og viljaleysi hermanna til að berjast í stríði, sem ráðamenn í Kreml skammist sín svo mikið fyrir að þeir kalli það „sérstaka hernaðaraðgerð“, sé grundvallarástæðan fyrir að rússneskir hermenn standi sig ekki vel. Hér sé um árásarstríð að ræða, hermennirnir séu ekki að verja fósturjörðina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Öryggisráðið greiðir atkvæði um atkvæðagreiðslurnar um innlimun úkraínskra landsvæða í Rússland – Rússar með neitunarvald

Öryggisráðið greiðir atkvæði um atkvæðagreiðslurnar um innlimun úkraínskra landsvæða í Rússland – Rússar með neitunarvald
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Herkvaðningin gerir göt á frásögn Pútíns – Víðsfjarri því að um sameinað Rússland sé að ræða

Herkvaðningin gerir göt á frásögn Pútíns – Víðsfjarri því að um sameinað Rússland sé að ræða
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Margir minnast Svavars Péturs – „Ég dáðist að því hversu opinskár hann var með veikindi sín,“ segir Lilja Alfreðsdóttir

Margir minnast Svavars Péturs – „Ég dáðist að því hversu opinskár hann var með veikindi sín,“ segir Lilja Alfreðsdóttir
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum
Eldur í Urriðaholti
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Árni Heimir biðst afsökunar – Sakaður um kynferðisbrot

Árni Heimir biðst afsökunar – Sakaður um kynferðisbrot
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Þriggja ára drengur reyndi að verja móður sína fyrir barsmíðum föður síns

Þriggja ára drengur reyndi að verja móður sína fyrir barsmíðum föður síns
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

„Við vissar aðstæður sýnir Mogginn alltaf sitt rétta andlit“

„Við vissar aðstæður sýnir Mogginn alltaf sitt rétta andlit“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Herða öryggisráðstafanir við sænsk kjarnorkuver

Herða öryggisráðstafanir við sænsk kjarnorkuver