fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Guðni heimsótti Grindavík og gosið fór af stað

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 3. ágúst 2022 17:49

Forsetahjónin Guðni Th. og Eliza Reid.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, heimsótti í morgun Grindavík ásamt Elizu Reid forsetafrú en skömmu eftir heimsóknina byrjaði eldgosið á Reykjanesskaganum.

Í færslu sem Guðni birti á Facebook-síðu sinni segir hann frá heimsókninni. „Vonandi valda umbrotin ekki usla eða skemmdum,“ segir hann í upphafi færslunnar.

„Í morgun héldum við Eliza til Grindavíkur, hittum þar Fannar Jónasson bæjarstjóra og bæjarfulltrúa, auk ungra sem aldinna víða í bænum. Við litum meðal annars við á stöðum þar sem tjón varð vegna skjálftanna nýverið, á Bryggjunni og í Blómakoti, fylgdumst með löndun og fengum okkur plokkfisk í Víðihlíð, dvalarheimili aldraðra.“

Þá segir Guðni að heimamenn frá óskum sínum varðandi skjálftana og gosið sem þá var ekki hafið. „Víða heyrðum við þá von að skjálftahrinunni væri lokið en ef gjósa þyrfti væri best að það gerðist sem fyrst og fjarri byggð eins og síðast,“ segir hann.

„Æðruleysi einkenndi allt heimafólk. Nú vonum við áfram að allt fari vel. Við hjónin þökkum Grindvíkingum fyrir gestrisni þeirra. Við þökkum þeim sömuleiðis sem fylgjast nú grannt með gangi mála á gosstöðvum og vinna að því að tryggja öryggi okkar allra. Förum að öllu með gát.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“