fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Hafa áhyggjur af „vetri reiðinnar“ í Þýskalandi

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 29. ágúst 2022 07:00

Frá Berlín.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki er útilokað að komandi vetur verði Þjóðverjum þungur í skauti vegna hás orkuverðs, verðbólgu og nýrrar atlögu kórónuveirunnar. Á ystu vængjum hins pólitíska litrófs kraumar reiðin og mótmæli eru fyrirhuguð.

Leyniþjónustustofnanir landsins hafa varað við því að á ystu vængjum hægri- og vinstrivængs stjórnmálanna megi reikna með mótmælum og að ofbeldi verði beitt. Muni það beinast gegn pólitíska kerfinu í heild sinni og ákveðnum pólitískum ákvörðunum sem aðilar á þessum vængjum telja vera árásir ríkisvaldsins á frjálsa borgara.

Fram að þessu hefur AfD, sem er hægrisinnaður þjóðernisflokkur, reynt að afla sér stuðnings meðal hinna ósáttu með því að vera á móti aðgerðum vegna heimsfaraldursins. Nú ber svo við að ysti vængur vinstrimanna er byrjaður að herja á sömu mið. Jótlandspósturinn skýrir frá þessu.

Ekki er vitað með vissu hvar hin dramatíska lýsing „vetur reiðinnar“ varð til en hún er mikið notuð í umræðunni um það sem getur verið í vændum, lýsingin á við óróa í samfélaginu og mótmæli. Þjóðverjar finna mjög fyrir sniðgöngu ESB á kaupum á rússnesku gasi en fyrir innrás Rússa í Úkraínu kom 55% af öllu því gasi, sem Þjóðverjar nota, frá Rússlandi.

Frá upphafi heimsfaraldursins hafa hörð mótmæli verið gegn sóttvarnaaðgerðum en þó ekki alveg á sama stigi og til dæmis í Frakklandi þar sem gulu vestin og aðrar hreyfingar hafa látið mikið að sér kveða.

En nú eru blikur á lofti og Þjóðverjar gætu farið að glíma við mótmæli á borð við þau sem hafa verið í Frakklandi.

Ríkisstjórnin sendi nýlega frá sér lista yfir hvar á að spara orku til að hægt sé að safna nægum birgðum af gasi til að geta mætt köldum vetri. Meðal þeirra ráða sem gripið verður til er að hámarkshiti í opinberu skrifstofuhúsnæði verðu 19 gráður. Almenningur er hvattur til að kynda minna og stytta baðferðir sína, opinberar byggingar verða ekki lýstar upp og heldur ekki styttur. Íþróttasalir verða notaðir til að taka á móti fólki sem getur ekki greitt orkureikninga sína.

Einnig eru nýkomnar nýjar reglur varðandi heimsfaraldur kórónuveirunnar en þeim er ætlað að taka kúfinn af næstu bylgju faraldursins sem reiknað er með að skelli á í haust. Reglunum svipar mjög til reglnanna sem voru í gildi síðasta vetur, það er grímunotkun í almenningssamgöngufarartækjum, krafa um sýnatöku og mismunandi reglur fyrir bólusetta og óbólusetta og þá sem ekki fara í sýnatöku. Þetta vekur reiði á ysta væng hægrimanna sem hafa verið algjörlega á móti öllum þeim aðgerðum sem þeir telja skerða einstaklingsfrelsið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Hvalur sprakk í tætlur
Fréttir
Í gær

Sanna birtir ferðasögu: Var lengur í strætisvagninum en í fermingarveislunni – „Það var gott að fá þessa strætóreynslu“

Sanna birtir ferðasögu: Var lengur í strætisvagninum en í fermingarveislunni – „Það var gott að fá þessa strætóreynslu“
Fréttir
Í gær

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”