fbpx
Þriðjudagur 09.ágúst 2022
Fréttir

Þorvaldur telur líklegast að það gjósi við Fagradalsfjall

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 2. ágúst 2022 08:00

Fagradalsfjall. Mynd: Snorri Þór Tryggvason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að mati Þorvalds Þórðarsonar, eldfjallafræðings, þá er langlíklegast að það muni gjósa við Fagradalsfjall en ekki sé hægt að útiloka að það gjósi við Svartsengi eða þar nærri. Hann segir ekki líkur á að eldgos á Reykjanesi muni ógna mannslífum en hugsanlegt sé að innviðir verði fyrir tjóni. Það þarf að hefja undirbúning undir gos til að lágmarka tjónið segir hann.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Þorvaldi að yfirstandandi skjálftahrina sé hluti af þeirri mynd að nýtt gostímabil sé hafið á Reykjanesi.

Rúmlega 10.000 skjálftar hafa mælst á Reykjanesi síðan á hádegi á laugardaginn þegar skjálftahrinan hófst. Sá öflugasti mældist 5,4 en hann var í fyrradag. Í nótt mældist síðan skjálfti upp á 5 en hann átti upptök sín við Kleifarvatn.

Grindvíkingar hafa fundið vel fyrir skjálftunum og mörgum hefur þótt nóg um. Eitthvað hefur verið um tjón á innanstokksmunum þegar hlutir hafa fallið af veggjum og úr hillum.

„Það eru auðvitað vonbrigði að það skuli vera að taka sig upp jarðskjálftahrina, eins öflug og raun ber vitni, og við vitum að ef kvikan er að leita sér að leiðum upp getur það hugsanlega leitt til þess að það muni gjósa,“ hefur Fréttablaðið eftir Fannari Jónassyni, bæjarstjóra, sem hvetur Grindvíkinga til að halda ró sinni en fylgjast vel með staðan breytist.

Þorvaldur sagði líklegt að ef svo fer að gos hefjist þá verði meiri aðdragandi að því en nú er orðinn. En það sé ekki hægt að útiloka að það byrji að gjósa í dag. Auk Fagradalsfjalls geti gosið á Svartengissvæðinu, Krýsuvík, Móhálsadal eða á Vigdísarvöllum. „En það verður að taka það fram að ekkert af þessum gosum er lífshættulegt. Þau eru ekki að fara að sprengja allt upp í loft. Þetta verða hraungos og fólk hefur tíma til að koma sér undan. En ef hraungos eru nálægt innviðum þá er hætta á að þeir verði fyrir skemmdum eða jafnvel eyðileggist. Við erum komin inn í gostímabil og verðum að gera allt sem við getum til að draga úr áhrifum þeirra eldgosa sem verða í náinni framtíð,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Umdeildur breskur samfélagsrýnir skrifar um Íslandsreisu sína – „Ef ég hefði þurft að dvelja þarna í nokkrar vikur í viðbót hefði ég orðið gjaldþrota“

Umdeildur breskur samfélagsrýnir skrifar um Íslandsreisu sína – „Ef ég hefði þurft að dvelja þarna í nokkrar vikur í viðbót hefði ég orðið gjaldþrota“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sjónvarpskonan Lóa Pind ósátt – Skrapp að kíkja á eldgosið og fékk háa rukkun í heimabankann

Sjónvarpskonan Lóa Pind ósátt – Skrapp að kíkja á eldgosið og fékk háa rukkun í heimabankann