fbpx
Laugardagur 08.maí 2021

Reykjanesskagi

Ný sprunga á gossvæðinu

Ný sprunga á gossvæðinu

Fréttir
07.04.2021

Um miðnætti opnaðist ný gossprunga á gossvæðinu á Reykjanesi. Hún er á milli Geldingadala og Meradala. Í tilkynningu frá almannavörnum kemur fram að talið sé að sprungan sé á sama stað og björgunarsveitarmenn sáu jarðsig á í gær eða um 420 metra norðaustan við upptakasvæðið í Geldingadölum. Jarðsigið var um 150 metrar að lengd og Lesa meira

Jarðskjálftahrina við Reykjanestá

Jarðskjálftahrina við Reykjanestá

Fréttir
19.03.2021

Upp úr klukkan 04.30 hófst jarðskjálftahrina 4 km VNV af Reykjanestá. Nú þegar hafa rúmlega 100 skjálftar mælst. Sá stærsti var 3,7 og reið yfir klukkan 05.27. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni. Einnig kemur fram að tilkynningar hafi borist frá Grindavík um að skjálftinn hafi fundist það. Nokkrir skjálftar yfir 3.0 hafa mælst Lesa meira

Almannavarnir skoða hvernig er hægt að bregðast við hugsanlegu hraunflæði á Reykjanesi

Almannavarnir skoða hvernig er hægt að bregðast við hugsanlegu hraunflæði á Reykjanesi

Fréttir
16.03.2021

Hjá almannavörnum er nú unnið að því að kortleggja viðbragð við hugsanlegu hraunflæði á Reykjanesi ef til goss kemur. Er horft til goss í Nátthaga en fleiri sviðsmyndir eru einnig teknar með í áætlanagerðina. Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Rögnvaldi Ólafssyni, deildarstjóra hjá almannavörnum, að gert sé ráð fyrir að  nokkrir klukkutímar Lesa meira

Kvikuinnskot á þremur stöðum til viðbótar á Reykjanesskaga síðasta árið

Kvikuinnskot á þremur stöðum til viðbótar á Reykjanesskaga síðasta árið

Fréttir
15.03.2021

Ef svo fer að eldgos hefjist á Reykjanesskaga er líklegt að jarðskjálftahrinunni á svæðinu linni. Auk kvikuinnskotsins við Fagradalsfjall hafa þrjú önnur kvikuinnskot orðið á skaganum undanfarið ár. Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Eins og margir urðu varir við í gær þá reið skjálfti af stærðinni 5,4 yfir en hann átti upptök sín skammt Lesa meira

Rúmlega 600 skjálftar frá miðnætti

Rúmlega 600 skjálftar frá miðnætti

Fréttir
15.03.2021

Frá því á miðnætti hafa rúmlega 600 jarðskjálftar mælst á Reykjanesskaga. Virknin hefur að mestu verið við sunnanvert Fagradalsfjall. Stærsti skjálfti næturinnar mældist 3,2 og átti hann upptök sín í Nátthaga um klukkan 1. Í gær mældust rúmlega 3.000 skjálftar á Reykjanesskaga að því er segir í tilkynningu frá Veðurstofunni. Sá stærsti var 5,4 og Lesa meira

Sextán skjálftar yfir þremur frá miðnætti – Enginn gosórói

Sextán skjálftar yfir þremur frá miðnætti – Enginn gosórói

Fréttir
12.03.2021

Frá miðnætti hafa sextán skjálftar yfir þremur að stærð mælst á Reykjanesskaga. Sá stærsti var 4,0 en hann reið yfir klukkan 00.58. Klukkan 03.51 mældist skjálfti upp á 3,9 og einn upp á 3,5 klukkan 05.09. Enginn gosórói hefur mælst. Frá miðnætti hafa um 750 skjálftar mælst. Vísindamenn fylgjast áfram náið með þróun mála á Lesa meira

Gos á Reykjanesskaga getur hafist með skömmum fyrirvara

Gos á Reykjanesskaga getur hafist með skömmum fyrirvara

Fréttir
11.03.2021

Dr. Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur og prófessor emeritus, segir að gos geti hafist á Reykjanesskaga með skömmum fyrirvara. Hann segir að mikil atburðarás sé í gangi og allt óstöðugt og á meðan svo er sé erfitt að segja til um framhaldið. Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Páli að ef kvikan hafi þrýsting og Lesa meira

Rúmlega 800 skjálftar í nótt

Rúmlega 800 skjálftar í nótt

Fréttir
11.03.2021

Frá miðnætti hafa rúmlega 800 skjálftar mælst á Reykjanesskaga. Allnokkrir voru um og yfir 3, sá stærsti 3,4 en hann varð klukkan 02.10. Virknin er aðallega bundin við Fagradalsfjall eins og áður. Mikil skjálftavirkni var frá miðnætti og fram til klukkan 3 en enginn gosórói mældist í nótt. Í gær mældust um 2.500 skjálftar á Lesa meira

Um 700 skjálftar frá miðnætti – Rúmlega 20 yfir 3 að stærð

Um 700 skjálftar frá miðnætti – Rúmlega 20 yfir 3 að stærð

Fréttir
10.03.2021

Frá miðnætti hafa um 700 jarðskjálftar mælst á Reykjanesskaga. Sá sterkasti var 5,1 og átti upptök sín í suðvesturhorni Fagradalsfjalls klukkan 03.14. Hann fannst á Reykjanesskaga, höfuðborgarsvæðinu, Hellu og í Búðardal. Rúmlega 20 skjálftar yfir 3,0 að stærð hafa riðið yfir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni. Fram kemur að virknin, sé eins og Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af