fbpx
Miðvikudagur 07.desember 2022
Fréttir

Ósætti hjá íslenskum Costco-vinum vegna ofurlauna framkvæmdastjórans – „Úff, er ekki allt í lagi?“

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 19. ágúst 2022 13:00

Myndin er samsett - Mynd af Costco/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Sorry vinir, löngun mín til að versla í Costco hefur dvínað hratt. Þessar fréttir bættu ekki stöðuna,“ segir meðlimur Facebook-hópsins COSTCO – Gleði í færslu sem hann birti í hópnum eftir að hafa séð frétt Vísis um að Brett Albert Vigelskas, framkvæmdastjóri Costco hér á landi, hafi fengið rúmar 24 milljónir í mánaðarlaun á árinu 2021. Til samanburðar fékk framkvæmdastjóri Bónus tæpar 5 milljónir á mánuði og framkvæmdastjóri Krónunnar fékk um 3,3 milljónir.

Færslan var sem sprengja í hópnum og hópuðust fjölmargir meðlimir hans í athugasemdakerfið við færsluna til að lýsa yfir sínum skoðunum á ofurlaunum forstjórans. „Hverslags rugl er þetta?“ spyr til dæmis einn meðlimur hópsins í athugasemdunum. „Úff, er ekki allt í lagi?“ spyr annar. „Nú skilur maður af hverju allt hefur hækkað hjá þeim,“ segir svo enn annar.

Þá veltir einn meðlimur því fyrir sér hver munurinn er á launum framkvæmdastjórans og almennu starfsmannanna í versluninni. „Hvað eru þetta margföld laun fólksins á gólfinu?“ spyr hann.

Ekki öll ósátt

Það voru þó ekki öll í hópnum ósátt með laun framvæmdastjórans. „Hvaða máli skiptir það? Einkarekið fyrirtæki má bara borga þau laun sem því sýnist að því gefnu að það standist kjarasamninga. Hvernig væri að eyða orkunni í að rausa yfir hálauna fólki sem þiggur laun úr ríkissjóði,“ segir til dæmis einn meðlimur sem gefur lítið fyrir þessi háu mánaðarlaun.

Annar meðlimur prísar sig sælan að þessi laun séu öll uppgefin og að hluti þeirra fari í ríkiskassann. Þá segir einn meðlimur að launin hjá þeim sem stýra Costco verslunum séu árangurstengd. „Ef hann rekur búðina illa fær hann illa borgað, ef hann er með 24 millur á mánuði þá er hann greinilega að gera góða hluti,“ segir hann.

„Mikil sala jafngildir háum launum, ef þú selur brauð á 200kr sem kostar í innkaupum 150 kr. þá er það ekki nema 50 kr. á brauð, en ef þú selur milljón brauð þá er það 50 milljónir, ef þú hækkar verðið á brauðinu í 500 kr. og selur þá bara 1000 brauð af því að álagningin er mikil þá er það léleg sala og framkvæmdastjórinn lækkar í launum. Það er ástæða fyrir því að maður sér fólk með fullar innkaupakerrur í costco og kannski bara með eina vöru í kerrunni, til dæmis kók, hef séð fólk með 20 kassa í kerrunni… það er ekki vegna mikillar álagningar heldur af því að varan er á góðu verði miðað við aðrar verslanir.“

Einn meðlimur grínast þá með að kannski hafi framkvæmdastjórinn lent í því sama og kynjafræðingurinn Þorsteinn V. Einarsson segist hafa lent í, að háu launin orsakist af því að endurskoðandinn gleymdi að skila inn skattframtalinu. „Þetta hljómar eins og lygasaga, en ástæða þess að launin eru sögð mun hærri en þau eru í raun er vegna þess að endurskoðandinn gleymdi að skila skattframtalinu mínu,“ sagði Þorsteinn í gær.

Lesa meira: Þorsteinn segist ekki vera með 1,3 milljónir á mánuði – „Þetta hljómar eins og lygasaga“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rússar nota skotfæri hraðar en þeir geta framleitt þau

Rússar nota skotfæri hraðar en þeir geta framleitt þau
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að Pútín hafi ekki hugmynd um hversu alvarleg staðan er

Segir að Pútín hafi ekki hugmynd um hversu alvarleg staðan er