fbpx
Sunnudagur 02.október 2022
Fréttir

Perla klessti á bíl í Skeifunni – „Englar í mannsmynd!“

Rafn Ágúst Ragnarsson
Föstudaginn 12. ágúst 2022 15:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umferðaróhöpp samanstanda ekki alltaf bara af leiðindum. Perla Magnúsdóttir birti færslu á Facebook-hópinn Hrós dagsins þar sem hún hrósaði ungu pari. Hún hafði þá klesst á bílinn þeirra á bílastæði í Skeifunni í fyrradag og bjóst heldur betur ekki við viðbrögðunum sem hún fékk frá þeim.

„Mér tókst að klessa á bílinn þeirra á bílastæði í Skeifunni í dag, og beið eftir þeim þangað til þau komu úr búðinni til að gera skýrslu. Þegar við vorum að spjalla saman og bíða eftir Árekstur.is þá datt það út úr mér að ég ætti afmæli. Hverfur þá stelpan í burtu í smá stund og kemur svo til baka hlaupandi með blöðru handa mér úr Partýbúðinni.“

„Svo segja þau: „Þú skalt sko alls ekki láta þetta smáóhapp eyðileggja daginn fyrir þér. Við erum öll mannleg og við erum svo þakklát að þú beiðst eftir okkur og gerðir skýrslu en keyrðir ekki í burtu.““

Perla var alveg agndofa yfir góðmennsku þeirra og fór ekki fáum orðum um það: „Sumt fólk er einfaldlega englar í mannsmynd! Það er dásamlegt að verða á vegi þeirra og upplifa kærleikann og gleðina sem þau senda út frá sér!“

Perla lýkur færslunni á því að biðla til netverja að minna þetta unga par á hvað þau eru dásamleg ef þeir verða á vegi þeirra. „Ef einhver þekkir þetta flotta unga fólk, endilega minnið þau á hvað þau eru dásamleg og eiga stóran þátt í því að gera heiminn að betri stað!“

Fréttin er birt með góðfúslegu leyfi Perlu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þorvaldur Bjarni sendir Bjarna stuðning en ræður annan meintan geranda í vinnu

Þorvaldur Bjarni sendir Bjarna stuðning en ræður annan meintan geranda í vinnu
Fréttir
Í gær

23 létust í árás Rússa á bílalest óbreyttra borgara

23 létust í árás Rússa á bílalest óbreyttra borgara
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eldur í Urriðaholti

Eldur í Urriðaholti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Finnar loka þjóðvegi og nota sem flugvöll fyrir herþotur

Finnar loka þjóðvegi og nota sem flugvöll fyrir herþotur