fbpx
Föstudagur 01.júlí 2022
Fréttir

Maðurinn sem gat ekki hætt að stela bensíni frá N1

Rafn Ágúst Ragnarsson
Þriðjudaginn 21. júní 2022 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómur hefur fallið í máli manns í Héraðsdómi Suðurlands en maðurinn var staðinn að ítrekuðum bensínstuldi.

Í samtals 207 skipti stal hann allt í allt 19.255,30 lítrum af eldsneyti, að andvirði 3.625.941 króna. Þetta gerði hann á tíu mánaða skeiði árið 2020 á sjálfstafgreiðslustöðvum N1 í Þorlákshöfn, Sandgerði, Garði, Laugarvatni og Flúðum. Maðurinn gerði þetta í auðgunarskyni og notaði viðskiptakort fyrirtækisins til að láta skuldfæra þessar upphæðir á reikning þess.

Málið var tekið fyrir dóm fimmtudaginn 16. júní síðastliðinn. Brotaþolinn, Suðurverk efh, gerði kröfu um að ákærði yrði dæmdur til að greiða skaðabætur að fullu andvirði stolna eldsneytisins. Maðurinn viðurkenndi sekt sína, sagðist iðrast gjörða sinna og einnig að hann hefði náð samkomulagi við brotaþola um greiðslu skaðabótanna.

Þá var þess einnig krafist að ákærði greiði málskostnað brotaþola, 120.000 krónur.

Maðurinn var dæmdur í 90 daga skilorðsbundið fangelsi og fallist var á allar skaðabótakröfur brotaþola.

Dóminn má lesa í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ekkert virðist geta bjargað hjólhýsabyggðinni við Laugarvatn – Sveitarstjórn segir nei takk

Ekkert virðist geta bjargað hjólhýsabyggðinni við Laugarvatn – Sveitarstjórn segir nei takk
Fréttir
Í gær

Matvælastofnun varar við hættulegu fitubrennsluefni – Hefur valdið dauðsföllum og alvarlegum eituráhrifum

Matvælastofnun varar við hættulegu fitubrennsluefni – Hefur valdið dauðsföllum og alvarlegum eituráhrifum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Aðalheiður vekur athygli á djammvanda sem blasir við Íslendingum

Aðalheiður vekur athygli á djammvanda sem blasir við Íslendingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Telur að íbúðir hljóti að lækka í raunverði á næstu árum

Telur að íbúðir hljóti að lækka í raunverði á næstu árum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tæp 11% koma til VIRK vegna kulnunar eða langvarandi streitu í starfi

Tæp 11% koma til VIRK vegna kulnunar eða langvarandi streitu í starfi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt að sex ára fangelsi liggur við meintu broti Arnars og Vítalíu

Allt að sex ára fangelsi liggur við meintu broti Arnars og Vítalíu
Fréttir
Fyrir 3 dögum
Eldur í Dalshrauni