fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Fréttir

Hjálmlaus ók rafskútu á grindverk – Annar ók út af gangstétt – Báðir hlutu höfuðáverka

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 2. júní 2022 06:07

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á tólfta tímanum í gærkvöldi ók hjálmlaus ökumaður rafskútu henni á grindverk í Miðborginni. Hann féll í jörðina og hlaut áverka á höfði og er talinn hafa rotast. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á bráðadeild.

Á fyrsta tímanum í nótt ók ökumaður rafskútu út af gangstétt í Hafnarfirði og féll í jörðina. Hann hlaut áverka á höfði og var fluttur með sjúkrabifreið á bráðadeild.

Fjórir ökumenn voru handteknir í gærkvöldi og nótt grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Einn þeirra reyndist vera sviptur ökuréttindum auk þess sem hann notaði ekki öryggisbelti.

Í Mosfellsbæ bakkaði ökumaður ofan í hvilft á vegi síðdegis í gær og endaði bíll hans út af og valt á hliðina. Engin slys urðu á fólki.

Í Breiðholti var kona stöðvuð þegar hún var á leið út úr verslun með matvörur sem hún hafði ekki greitt fyrir. Skýrsla gerð um málið.

Einn ökumaður var kærður fyrir að aka með fjögur nagladekk undir bifreið sinni.

Þrír ökumenn voru kærðir fyrir notkun farsíma í akstri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ymur Art sakfelldur fyrir morð á móður sinni en honum ekki gerð refsing

Ymur Art sakfelldur fyrir morð á móður sinni en honum ekki gerð refsing
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum