fbpx
Fimmtudagur 07.júlí 2022
Fréttir

Mörg þúsund NATÓ-hermenn undirbúa sig undir stórstyrjöld – „Þetta er alvöruþrungin staða“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 27. maí 2022 06:59

Breskir hermenn á æfingu. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á þriðjudaginn voru nákvæmlega þrír mánuðir síðan Rússar réðust inn í Úkraínu. Daginn eftir virkjaði NATÓ viðbragðssveitir sínar, NATO Response Force. Um miðjan maí voru 11.000 hermenn, frá tíu NATÓ-ríkjum, við æfingar í Þýskalandi.

Dagbladet skýrir frá þessu. Fram kemur að hermennirnir séu allir í Very High Readiness JointTask Force (VJTF) sem eru hraðsveitir viðbragðssveita NATÓ og eiga að geta brugðist mjög hratt við.

NATÓ gerir þá kröfu að á 48 til 72 klukkustundum geti sveitin verið reiðubúin til starfa með að minnsta kosti 5.000 hermenn.

Æfingin í Þýskalandi er sú stærsta sem VJTF hefur staðið fyrir árum saman en 11.000 hermenn tóku þátt í henni. Ekki er að sjá að tímasetningin hafi verið tilviljun og er ekki annað að sjá en verið sé að herða á undirbúningi undir hugsanleg stríðsátök.

Ef NATÓ dregst inn í stríð eftir árás Rússa á NATÓ-ríki þá er það einmitt VJTF sem mun bregðast við. „Þetta alvöruþrungin staða,“ sagði Pål Berglund, yfirmaður Brigade Nord, sem er stærsta einingin innan norska hersins, í samtali við Dagbladet.

Kjetil Pettersen, næstráðandi hans í Brigade Nord, tók undir orð hans og sagði: „VJTF er undirbúin undir það versta ef það versta hugsanlega gerist. Ef Rússland ræðst á NATÓ-ríki gildir reglan að um árás á öll aðildarríkin sé að ræða. Við vonum svo sannarlega að þetta gerist ekki en ef það gerist þá eru við tilbúin.“

Það voru hermenn frá Þýskalandi, Noregi, Hollandi, Belgíu, Lettlandi, Litháen, Lúxemborg, Slóveníu og Tékklandi sem tóku þátt í æfingunni í Þýskalandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Brjálaður út í spilakassa í miðborginni og hótaði starfsfólki

Brjálaður út í spilakassa í miðborginni og hótaði starfsfólki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Breskir stríðsfangar í Úkraínu áfrýja dauðadómi – Verða að óbreyttu leiddir fyrir aftökusveit

Breskir stríðsfangar í Úkraínu áfrýja dauðadómi – Verða að óbreyttu leiddir fyrir aftökusveit
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Héðinn og Sveinn segja mannréttindabrot framin á stofnunum landsins „nær daglega“

Héðinn og Sveinn segja mannréttindabrot framin á stofnunum landsins „nær daglega“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn um ósæmilega hegðun foreldra á knattspyrnumótum: „Þetta er toppurinn á ísjakanum“

Þorsteinn um ósæmilega hegðun foreldra á knattspyrnumótum: „Þetta er toppurinn á ísjakanum“