fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Fréttir

Neyðarlínan skotmark tölvuþrjóta – 400.000 netárásir á einum sólarhring

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 13. maí 2022 08:00

Mynd:Neyðarlínan/Facebook.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í kjölfar innrásar Rússar í Úkraínu hefur netárásum á innviði á Vesturlöndum fjölgað mikið. Ísland fer ekki varhluta af þessu og hafa óvenjulega margar árásir verið gerðar hér á landi síðustu vikur.

Í upphafi innrásarinnar voru 400.000 netárásir gerðar á Neyðarlínuna, 112, á einum sólarhring. Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag.

Fram kemur að árásunum hafi verið haldið áfram eftir þetta.

Árása af þessu tagi hefur einnig orðið vart í auknum mæli á innviði á hinum Norðurlöndunum og má þar nefna að dönsk orkufyrirtæki hafa orðið fyrir fjölda netárása frá upphafi stríðsins að sögn danskra fjölmiðla. Þegar eitt þeirra greip til þess ráðs að loka fyrir IP-tölur frá Rússlandi fækkaði árásunum mjög.

Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstöðumaður netöryggissveitar Certis, sagði í samtali við Fréttablaðið að engar rökstuddar vísbendingar séu um að hóparnir, sem stunda þessar árásir, komi frá einu og sama ríkinu.

Aðspurður um hvort grunur leiki á að Rússar standi að baki þessari aukningu sagði hann: „Vissulega hefur þetta verið holskefla frá því að stríðið braust út.“

Magnús Hauksson, rekstrarstjóri Neyðarlínunnar, sagði að árásirnar hafi ekki valdið tjóni á þjónustu Neyðarlínunnar fram að þessu. „Við krossum fingur og reynum að vera skrefi á undan þrjótunum. Það sem vekur aftur á móti athygli okkar er hvað árásirnar eru tíðar og umfangsmiklar á þetta fámenna land okkar,“ sagði hann.

Nánar er hægt að lesa um málið í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ymur Art sakfelldur fyrir morð á móður sinni en honum ekki gerð refsing

Ymur Art sakfelldur fyrir morð á móður sinni en honum ekki gerð refsing
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum