fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Fréttir

Segir að Sverrir hafi gefið tilefni til að vera svarað í sömu mynt – Birti gróf ummæli um Sindra

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 6. apríl 2022 11:32

Sverrir Einar Eiríksson, lengst til vinstri, ásamt lögmönnum sínum í dómsal.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögmaður Sindra Þórs Sigríðarsonar, Sigrún Jóhannsdóttir, segir að Sverrir Einar Eiríksson hafi fyllilega gefið tilefni til þeirra ummæla sem Sindri Þór Sigríðarson viðhafði um hann á Twitter í september og eru tilefni meiðyrðamáls sem fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Segir Sigrún að framganga Sverris hafi kallað á sterk viðbrögð.

Sjá einnig: Segir Sindra hafa tekið að sér hlutverk ákæruvalds, dómara og böðuls hjá dómstóli götunnar

Sverrir krefst ómerkingar þriggja ummæla Sindra Þórs um sig og þriggja milljóna króna í miskabætur sem eiga að renna til Kvennaathvarfsins. Ummælin eru eftirfarandi:

„Þetta er Sverrir. Sverrir á og rekur Nýju Vínbúðina. Sverrir eltir, áreitir og niðurlægir konur á internetinu. Konur sem berjast gegn kynferðisofbeldi. Meðlimi Öfga. Ekki vera eins og Sverrir.“

„Þetta er Sverrir. Sverri finnst gaman að áreita konur á samfélagsmiðlum og þess vegna eru fáir að fylgja honum. En einn þeirra sem er fylgjandi Sverri og hans aðferðum er Tómas Þóroddsson, sérlegur Ingó-vinur og fráfarandi stjórnarmaður KSÍ. Ekki vera eins og þeir.“

„Þetta er Sverrir. Sverri finnst konur svo lítils virði að hann sér enga ástæðu til að hjálpa þeim ef þær hleypa ekki uppá sig að launum. Ekki vera eins og Sverrir.“

Ummælin spruttu upp úr deilum á Twitter þar sem tekist var á um mál knattspyrnumannsins Kolbeins Sigþórssonar og ofbeldi hans í garð Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur. Sigrún sagði að mjög erfitt væri fyrir skjólstæðing sinn, Sindra Þór, að byggja upp málsvörn gegn kröfum Sverris þar sem lítið sem ekkert kæmi fram í stefnunni um hvað ætti að vera saknæmt í ummælunum, fyrir utan að vitnað væri til tveggja lagaákvæða, sem Sigrún telur að ummælin falli ekki undir. Vísaði Sigrún jafnframt í dómafordæmi þar sem ýmis sterk ummæli voru flokkuð sem gildisdómar, t.d. dómur í máli Reynis Traustasonar gegn Arnþrúði Karlsdóttur, þar sem Arnþrúður sagði að Reynir hefði mörg mannslíf á samviskunni.

Sigrún dró fram ýmis niðrandi ummæli sem Sverrir hefði viðhaft í umræddum samskiptum á  Twitter. Hann hefði til dæmis birt myndir af meðlimum Öfga og sagt að hann myndi ekki vilja sofa hjá þeim þó að þær væru síðustu konurnar í heiminum. Þá vændi hann karlmenn sem taka þátt í baráttunni gegn kynferðisofbeldi um að vera að reyna að komast upp í rúm með baráttukonum en þeir ættu ekki að gera sér vonir um að detta í lukkupottinn þar.

Sigrún benti á að Sverrir hefði „followað“ meðlimi Öfga á Twitter og blandað sér í hverjar þær umræður sem þær tóku þátt í á netinu. Hann hafi jafnframt kallað fólkið sem hann var að deila við „ofbeldisfulla vitleysinga.“

Ennfremur hafi Sverrir hent á lofti tilhæfulausan áburð um að Sindri Þór hefði brotið gegn 14 ára stúlku á vinnustað sínum, Tjarnarbíó. Um er að ræða vísvitandi upplognar sakir sem settar voru á flot á samfélagsmiðlum í fyrra.

Þinghaldið var fremur stutt, það hófst kl. 9:15 og var því lokið um hálfellefu. Báðir málsaðilar, Sverrir og Sindri, voru viðstaddir. Þeir höfðu engin samskipti hvor við annan en andrúmsloftið í kringum þinghaldið var afslappað og lögmenn mannanna voru léttir í bragði. Engar vitnaleiðslur voru heldur samanstóð þinghaldið eingöngu af málflutningi lögmanna beggja málsaðila.

Búast má við dómsniðurstöðu innan fjögurra vikna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Nuddstofa Mariu býður upp á eistnanudd – „Þetta er alveg eðlilegt, ég þurrka þetta bara og spyr hvort allt sé í lagi“

Nuddstofa Mariu býður upp á eistnanudd – „Þetta er alveg eðlilegt, ég þurrka þetta bara og spyr hvort allt sé í lagi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagur og Hildur tókust á um bensínstöðvalóðirnar – „Fullkomin vanhæfni, ábyrgðarleysi, fúsk og kæruleysi“

Dagur og Hildur tókust á um bensínstöðvalóðirnar – „Fullkomin vanhæfni, ábyrgðarleysi, fúsk og kæruleysi“