fbpx
Mánudagur 20.maí 2024
Fréttir

Kristján Einar er áhrifavaldurinn sem handtekinn var á Spáni

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 20. apríl 2022 16:12

Kristján Einar - Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt heimildum Smartlands er íslenski ríkisborgarinn sem handtekinn var á Spáni í síðasta mánuði áhrifavaldurinn Kristján Einar Sigurbjörnsson. Ekki er vitað nákvæmlega hvers vegna Kristján, sem iðulega er kallaður Kleini, var handtekinn.

Sveinn H. Guðmarsson, fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins, staðfesti í samtali við Smartland fyrr í dag að leitað hafði verið til borgaraþjónustu ráðuneytisins vegna handtökunnar.

Kristján trúlofaðist söngkonunni Svölu Björgvins árið 2020 en frægðarstjarna Kristjáns fór á flug þegar samband þeirra hófst.  „Það er enginn vafi á því að ég mun aldrei elska neina eins og ég elska Svölu. Í henni hitti ég sálufélaga minn og ég trúi því að ef maður er heppinn, þá gerist slíkt bara einu sinni á lífsleiðinni,“ sagði hann í viðtali við Fréttablaðið í fyrra.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Kristján kemst í kast við lögin. Hann var í fyrra sak­felld­ur fyr­ir fíkni­efna- og vopna­laga­brot. Hann var einnig sak­felld­ur fyr­ir lík­ams­árás í héraðsdómi en sýknaður í Lands­rétti.

Í desember árið 2020 greindi DV frá því að héraðssaksóknari væri búinn að ákæra Kristján fyrir að hóta lögreglumönnum lífláti á Hótel Barón við Barónsstíg í Reykjavík. Samkvæmt ákærunni á Kristján að hafa sagt eftirfarandi við þrjá lögreglumenn er þeir voru við skyldustörf: „Einn daginn mun ég drepa einn af ykkur.“

Er athæfi Kristjáns sagt varða við 106. gr. almennra hegningarlaga sem fjallar um brot gegn valdstjórninni. Samkvæmt bestu vitund DV er enn ekki búið að dæma í því máli en Kristján hefur áður gerst brotlegur við ákvæðið sem um ræðir.

Lesa meira: Kristján ákærður fyrir að hóta lögreglumönnum – Hlaut dóm fyrir fíkniefni, vopnaburð og árás í fyrra

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá körfuknattleiksdeild UMFN

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá körfuknattleiksdeild UMFN
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sviptingar í Landsrétti – Ákæru gegn látinni móður Jónasar James Norris vísað frá dómi

Sviptingar í Landsrétti – Ákæru gegn látinni móður Jónasar James Norris vísað frá dómi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lýsir yfir áhyggjum af vanþekkingu forsetaframbjóðenda

Lýsir yfir áhyggjum af vanþekkingu forsetaframbjóðenda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað