fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Fréttir

„Þá veit sá ekkert um Úkraínu“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 3. mars 2022 14:59

Volodymyr Zelenskyy. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Volodimír Zelenskí, Úkraínuforseti, ávarpaði þjóð sína í dag og minntist þess að í dag séu tvö ár síðan fyrsta COVID-19 tilfellið kom upp í Úkraínu og vika síðan innrás Rússa í landið hófst.

Zelenskí minntist sögu Úkraínu og þakkaði samstöðu þjóðarinnar fyrir það að Rússum hefur enn ekki tekist að ná markmiðum sínum.

Hann segir að Úkraína muni ekki gleyma því sem Rússar eru nú að gera og það verði ekki fyrirgefið.

Hann vísaði svo til þess að Rússland hefur sent mannúðaraðstoð til Úkraínu og veltir fyrir sér í hvaða tilgangi það sé, enda sjái Úkraína um sína og muni tryggja að borgarar líði ekki skort. Þeim sem hafa orðið af vinnu vegna stríðsins verði tryggðar tekjur og áfram verði greidd út eftirlaun til eldri borgara og þau jafnframt hækkuð.

Síðan fór hann yfir þær hörmungar sem þjóðin hefur gengið í gegnum saman.

„Við höfum í okkar sögu og á okkar landi tvær heimsstyrjaldir, þrjár hungursneyðir, helförina, Babi Yar, hreinsanirnar miklu, sprenginguna í Tjernobyl, hernám Krímskagans og stríðið í austri. Við eigum ekki stórt landsvæði frá stönd til strandar, við höfum engin kjarnorkuvopn, við fyllum ekki heimsmarkaðinn af olíu og bensíni.

En við höfum fólkið okkar og landið okkar. Og í okkar augum er það gull. Það er það sem við berjumst fyrir. Við höfum engu að tapa nema frelsi okkar og reisn. Fyrir okkur er það dýrmætasti fjársjóðurinn.

Þeir hafa reynt að tortíma okkur svo oft. Þeim hefur mistekist það. Þeir vilja þurrka okkur út. Þeim hefur mistekist það. Þeir stungu okkur í bakið. Og við stöndum í fæturna. Þeir vildu þagga niður í okkur. En allur heimurinn heyrði til okkar.

Við höfum gengið í gegnum svo margt. Og ef einhver heldur, að eftir að hafa gengið í gegnum allt þetta, að Úkraínumenn – við öll – séu hræddir, brotnir eða tilbúnir til að gefast upp, þá veit sá ekkert um Úkraínu. Og hann á ekkert erindi til Úkraínu. Farið heim.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Nuddstofa Mariu býður upp á eistnanudd – „Þetta er alveg eðlilegt, ég þurrka þetta bara og spyr hvort allt sé í lagi“

Nuddstofa Mariu býður upp á eistnanudd – „Þetta er alveg eðlilegt, ég þurrka þetta bara og spyr hvort allt sé í lagi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagur og Hildur tókust á um bensínstöðvalóðirnar – „Fullkomin vanhæfni, ábyrgðarleysi, fúsk og kæruleysi“

Dagur og Hildur tókust á um bensínstöðvalóðirnar – „Fullkomin vanhæfni, ábyrgðarleysi, fúsk og kæruleysi“