fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025
Fréttir

Söfnun vegna móður unga mannsins sem leitað var að í Þykkvabæjarfjöru – „Samfélagið er eins og einn maður í svona“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 19. desember 2022 11:00

Frá kirkjustaðnum í Hrunasókn. Mynd: Facebook.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á föstudaginn stóð yfir leit björgunarsveita í Þykkvabæjarfjöru í Árnessýslu vegna tvítugs manns sem er saknað. Bíll hans fannst í fjörunni, niður undir sjó. Víðtæk leit fór fram með aðstoð  dróna, sporhunda og þyrlu Landhelgisgæslunnar, en maðurinn hefur ekki fundist.

Hvarf unga mannsins er þungt högg í strjálbýlu byggðarlagi Árness. Aðstæður móður unga mannsins eru með þeim hætti að hvarf hans kallar á aðstoð nágranna og vina. Hefur verið hrundið af stað söfnun fyrir konuna en meðal forsvarsmanna söfnunarinnar er sóknarpresturinn Óskar Hafsteinn Óskarsson.

„Hún er með þrjú börn heima, tvö á grunnskólaaldri og eitt eldra. Hún býr í samfélagi okkar án fjölskyldu eða félagslegrar aðstoðar en þarf aðstoð okkar núna. Hún er að flytja í nýtt húsnæði sem hún keypti með aðstoð sonar síns en þar vantar eldhús sem þarf að fjármagna ásamt því að létta henni jólahald,“ segir í texta um söfnunina sem birtur er á Facebook-síðu Hrunaprestakalls.

„Þetta er samstarfsfólk móður drengsins og fleiri velunnarar. Um leið eru þetta líka bara vinir og nágrannar, fólk finnur til skyldu sinnar þegar svona kemur upp í litlu samfélagi. Samfélagið er eins og einn maður í svona,“ segir Óskar í samtali við DV.

„Ég er ein af sameignum þessa litla samfélags, prestsembættið hefur snertifleti við flesta bæi í sveitinni,“ segir Óskar ennfremur og segir atburðinn vera ömurlegan. „Fátt er hægt að hugsa sér nöturlegra,“ segir hann og minnir um leið á hvað samstaða og samhugur eru mikilvæg á stundum sem þessum.

Reikningsupplýsingar vegna söfnunarinnar eru hér að neðan. Óskar er ábyrðarmaður söfnunarinnar.

0586-26-1796 og kt. 240373-4679

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ásakanir ganga á víxl á milli eigenda fasteignar á Vesturlandi – Kærðir fyrir húsbrot en svöruðu með fullyrðingum um hústöku og sóðaskap

Ásakanir ganga á víxl á milli eigenda fasteignar á Vesturlandi – Kærðir fyrir húsbrot en svöruðu með fullyrðingum um hústöku og sóðaskap
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varar foreldra við að setja handklæði utan um axlir barna – Er stórhættulegt og til er mun betri leið

Varar foreldra við að setja handklæði utan um axlir barna – Er stórhættulegt og til er mun betri leið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Boðar grundvallarbreytingar á umgjörð elsta ríkisútvarps heims

Boðar grundvallarbreytingar á umgjörð elsta ríkisútvarps heims
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Framlag ríkisins til umdeilds listaverks hefur hækkað um 10 milljónir á einu ári

Framlag ríkisins til umdeilds listaverks hefur hækkað um 10 milljónir á einu ári