fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Myndband: Grýtti bensínsprengju í glugga á fjölbýlishúsi í Árbæ

Björn Þorfinnsson
Miðvikudaginn 23. nóvember 2022 09:44

Myndbandið af bensínprengingunni hefur verið í dreifingu á samfélagsmiðlum

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

DV hefur borist myndband af einstaklingi sem hendir bensínsprengju að glugga í fjölbýlishúsi í Reykjavík en myndbandið hefur verið í dreifingu á samfélagsmiðlum. Samkvæmt heimildum DV átti árásin sér stað fyrir nokkrum dögum og beindist að fjölbýlishúsi í Árbæ þar sem að John Petur Vágseið, einn af aðilunum sem er í haldi lögreglu vegna hnífaárásarinnar í Bankastræti Club í síðustu viku. er búsettur ásamt fjölskyldu sinni.

Greint hefur verið frá því að undanfarna daga hafi hótanir, árásir og skemmdarverk átt sér stað sem viðbrögð við árásinni og beinst gegn fjölskyldum þeirra sem talið er að hafa staðið á bak við hana.

Þá var Slökkviliðið á höfuðborg­ar­svæðinu kallað út tvisvar eftir miðnætti í nótt.  Ann­ars veg­ar vegna eld­sprengju sem var kastað á einbýlishús í Hafnar­f­irði og hins veg­ar reyk­sprengju sem var kastað inn um rúðu á einbýlishúsi Foss­vogi. Morgunblaðið greinir frá.

Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn staðfesti í samtali við Fréttablaðið að bæði málin tengist hnífsárásinni sem átti sér stað á Bankastræti Club á fimmtudaginn í síðustu viku. Íbúar beggja húsa voru heima þegar sprengjunum var varpað en engan sakaði.

Sjá einnig: Sprengjurnar sem kastað var á hús í nótt tengdust Bankastræti Club-árásinni

Margeir segir að lögreglan hafi náð þokkalega utan um árásina sjálfa þó að tveggja eða þriggja aðila sé enn leitað. Lögreglan hafi óttast að árásin hefði afleiðingar á borð við þær sem áttu sér stað í nótt. Enginn hafi verið handtekinn vegna atvikanna í nótt en lögregla leiti þeirra sem stóðu að þessu.

Hér má sjá myndband af bensínsprengjunni grýtt:

316001991-5539357506149620-8893489757654620532-n-1
play-sharp-fill

316001991-5539357506149620-8893489757654620532-n-1

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Hide picture