fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Fréttir

WHO varar við – Milljónir Úkraínubúa í hættu í vetur

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 22. nóvember 2022 05:48

Íbúar í Kherson sækja sér nauðsynjar hjá hjálparsamtökum. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO segir að milljónir Úkraínubúa standi frammi fyrir „lífshættulegum“ vetri. Ein af ástæðunum fyrir þessu eru árásir Rússa á raforkuinnviði í Úkraínu.

Hans Kluge, svæðisstjóri WHO í Evrópu, var nýlega í Kyiv. Þar sagði hann við fréttamenn að veturinn í Úkraínu „muni snúast um að lifa af“. „Þessi vetur verður lífshættulegur fyrir milljónir Úkraínubúa,“ sagði hann.

Hann sagði að endurteknar árásir á úkraínska innviði hafi nú þegar haft áhrif á heilbrigðiskerfið og heilsufar fólks.

WHO hefur skráð rúmlega 700 árásir á heilbrigðisstofnanir síðan innrás Rússa hófst. Kluge sagði þessar árásir vera „skýrt brot“ á alþjóðalögum.

Hann sagði að WHO reikni með að tvær til þrjár milljónir Úkraínubúa muni yfirgefa heimili sín í vetur í leit að hita og öryggi. Þetta fólk muni glíma við stór heilsufarsógnir á borð við öndunarfærasýkingar, COVID-19, berkla, inflúensu og mislinga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Nýr kafli í langvarandi nágrannaerjum í Laugardal – Krefur borgina um svör eftir tveggja ára stapp

Nýr kafli í langvarandi nágrannaerjum í Laugardal – Krefur borgina um svör eftir tveggja ára stapp
Fréttir
Í gær

Furðaði sig á kröfu Fjölmiðlanefndar í gær en deilurnar hófust fyrir fimm árum – „Eigum við ekki að róa okkur aðeins“

Furðaði sig á kröfu Fjölmiðlanefndar í gær en deilurnar hófust fyrir fimm árum – „Eigum við ekki að róa okkur aðeins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bóndi sektaður fyrir að sinna dýrunum illa – Segir Matvælastofnun beita sig andlegu ofbeldi

Bóndi sektaður fyrir að sinna dýrunum illa – Segir Matvælastofnun beita sig andlegu ofbeldi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón ósáttur við gæludýralögin – „Þetta er gjaldið sem aðrir flokkar greiða fyrir að fá stuðning Ingu Sæland“

Jón ósáttur við gæludýralögin – „Þetta er gjaldið sem aðrir flokkar greiða fyrir að fá stuðning Ingu Sæland“