fbpx
Mánudagur 20.október 2025
Fréttir

WHO varar við – Milljónir Úkraínubúa í hættu í vetur

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 22. nóvember 2022 05:48

Íbúar í Kherson sækja sér nauðsynjar hjá hjálparsamtökum. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO segir að milljónir Úkraínubúa standi frammi fyrir „lífshættulegum“ vetri. Ein af ástæðunum fyrir þessu eru árásir Rússa á raforkuinnviði í Úkraínu.

Hans Kluge, svæðisstjóri WHO í Evrópu, var nýlega í Kyiv. Þar sagði hann við fréttamenn að veturinn í Úkraínu „muni snúast um að lifa af“. „Þessi vetur verður lífshættulegur fyrir milljónir Úkraínubúa,“ sagði hann.

Hann sagði að endurteknar árásir á úkraínska innviði hafi nú þegar haft áhrif á heilbrigðiskerfið og heilsufar fólks.

WHO hefur skráð rúmlega 700 árásir á heilbrigðisstofnanir síðan innrás Rússa hófst. Kluge sagði þessar árásir vera „skýrt brot“ á alþjóðalögum.

Hann sagði að WHO reikni með að tvær til þrjár milljónir Úkraínubúa muni yfirgefa heimili sín í vetur í leit að hita og öryggi. Þetta fólk muni glíma við stór heilsufarsógnir á borð við öndunarfærasýkingar, COVID-19, berkla, inflúensu og mislinga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Maður í Cleveland fann íslenskan miða í „nýjum“ buxum frá Amazon – Hyggst nú fá sér pizzu á Íslandi

Maður í Cleveland fann íslenskan miða í „nýjum“ buxum frá Amazon – Hyggst nú fá sér pizzu á Íslandi
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hjólreiðamaður fær nýtt tækifæri hjá Sjúkratryggingum – Brá mjög þegar bíll birtist skyndilega

Hjólreiðamaður fær nýtt tækifæri hjá Sjúkratryggingum – Brá mjög þegar bíll birtist skyndilega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ruddist inn í íbúð og læsti sig inni á salerni

Ruddist inn í íbúð og læsti sig inni á salerni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Thelmu var sagt að brjóstakrabbamein væri stíflaður mjólkurkirtill

Thelmu var sagt að brjóstakrabbamein væri stíflaður mjólkurkirtill
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Starfsmaður RÚV sagður í leyfi eftir ásakanir frá þremur samstarfskonum

Starfsmaður RÚV sagður í leyfi eftir ásakanir frá þremur samstarfskonum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vörugjald af nýjum rafmagnsbílum fellt niður

Vörugjald af nýjum rafmagnsbílum fellt niður