fbpx
Laugardagur 11.maí 2024
Fréttir

Ökumaður í vímu ók á ljósastaur og hús – Innbrotsþjófur handtekinn á vettvangi

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 22. nóvember 2022 05:41

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Klukkan 00.48 var bifreið ekið á steypuklump í Miðborginni, klumpurinn er notaður til að þrengja akbraut vegna viðgerða á henni. Við áreksturinn valt bifreiðin á hliðina, skall á ljósastaur og endaði við húsvegg þar sem rúða brotnaði í íbúð. Meintur ökumaður var handtekinn á vettvangi. Hann er grunaður um að hafa verið undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Að sýnatöku lokinni fór hann að kvarta undan verkjum í líkamanum og var þá fluttur til aðhlynningar á bráðadeild.

Um klukkan tvö í nótt var tilkynnt um innbrot í tóbaksverslun í Miðborginni. Þar var búið að brjóta rúðu og fara inn. Maður var handtekinn á vettvangi en lögreglumenn sáu hann koma út úr versluninni með ætlað þýfi í poka. Hann var vistaður í fangageymslu.

Í Hafnarfirði var tilkynnt um innbrot í bílskúr við fjölbýlishús í gærkvöldi. Þar var dýru golfsetti stolið.

Um klukkan hálf tólf var tilkynnt um þrjá menn sem voru að brjótast inn í gáma í Hafnarfirði. Þegar lögreglan nálgaðist svæðið náðu tveir þeirra að hlaupa á brott. Einn var handtekinn. Að upplýsingatöku lokinni var hann fluttur á bráðadeild þar sem hann var með sýkingu í hendi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Víðir fékk að heyra það frá fréttakonu Stöðvar 2 eftir pistil sem hann skrifaði

Víðir fékk að heyra það frá fréttakonu Stöðvar 2 eftir pistil sem hann skrifaði
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Saka Rússa um að nota efnavopn

Saka Rússa um að nota efnavopn
Fréttir
Í gær

Sökuð um að stela tæplega níu milljónum frá Grunnskólanum á Þórshöfn og félagsmiðstöð í Langanesbyggð

Sökuð um að stela tæplega níu milljónum frá Grunnskólanum á Þórshöfn og félagsmiðstöð í Langanesbyggð
Fréttir
Í gær

Svört skýrsla um rekstur hestamannafélagsins Fáks – Fullyrðingar um svartar launagreiðslur, ólöglegt vinnuafl og óeðlileg vildarkjör – Formaður félagsins segir skýrsluna einhliða og ekki gefa rétta mynd

Svört skýrsla um rekstur hestamannafélagsins Fáks – Fullyrðingar um svartar launagreiðslur, ólöglegt vinnuafl og óeðlileg vildarkjör – Formaður félagsins segir skýrsluna einhliða og ekki gefa rétta mynd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

María Sigrún svarar Degi fullum hálsi og birtir samskiptin – Segir viðbrögð fyrrum borgarstjóra „nýja upplifun“

María Sigrún svarar Degi fullum hálsi og birtir samskiptin – Segir viðbrögð fyrrum borgarstjóra „nýja upplifun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurbjörg sakar Ásdísi um ólýðræðisleg vinnubrögð – „Hér er verið að afvegaleiða umræðuna,“ segir bæjarstjórinn

Sigurbjörg sakar Ásdísi um ólýðræðisleg vinnubrögð – „Hér er verið að afvegaleiða umræðuna,“ segir bæjarstjórinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagur undrandi á Kastljóssþætti Maríu Sigrúnar – „Drungalegt fundarherbergi og fiðlutónlist undir“

Dagur undrandi á Kastljóssþætti Maríu Sigrúnar – „Drungalegt fundarherbergi og fiðlutónlist undir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sá grunaði í Hamraborgar-ráninu bar ábyrgð á hrinu innbrota á höfuborgarsvæðinu fyrir rúmum áratug

Sá grunaði í Hamraborgar-ráninu bar ábyrgð á hrinu innbrota á höfuborgarsvæðinu fyrir rúmum áratug