fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Fréttir

Gera fjölda athugsemda við fullyrðingar Arnþórs og segja takmarkalausa græðgi í fyrirrúmi hjá Ísteka

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 22. nóvember 2022 17:30

Skáskot úr myndinni Iceland - Land of 5.000 Blood Mares

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnþór Guðlaugsson, framkvæmdastjóri Ísteka, var í viðtali í Reykjavík síðdegis þann 17. nóvember síðastliðinn. Gera samtök um dýravelferð á Íslandi (SDÍ) ýmsar athugasemdir við málflutning Arnþórs þar, en SDÍ vöktu athygli á meintum rangfærslum í pistli sem birtist hjá Vísi í gær.

Fögur fyrirheit sem ekkert varð úr

SDÍ segja að þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir blaðamanna og almennings hafi forsvarsmenn Ísteka ekki látið ná í sig eftir að myndin Iceland– Land of 5.000 Blood Mares kom út. Heldur hafi Arnþór byrjað, eftir nokkurra vikna þögn, að skrifa pistla þar sem málið var rakið „fullar fögrum fyrirheitum um úrbætur á starfseminni.“

Arnþór hafi kynnt umbótaáætlun sem meðal annars hafi átt að fela í sér myndavélaeftirlit með blóðtökum. Síkt hafi enn ekki verið gert. Eins hafi Arnþór fjallað um frjósemislyfið PMSG og haldið því fram að það væri notað í verndarstarf dýra í útrýmingarhættu auk þess að hafa jákvæð áhrif á loftslag. „Þessum fullyrðingum fylgdu engin handbær rök. Eftir okkar bestu vitneskju eru þeir dýralæknar sem í myndinni sjást ennþá starfandi hjá Ísteka. Þeirra hlutverk hefði átt að vera að stoppa það dýraníð sem þar kom fram. Arnþór talar um atriði í myndinni sem „líta út eins og ofbeldi“ og að það hafi einungis verið „stutt atriði“. Ofbeldi gagnvart dýrum á aldrei að líða, hvort sem það varir lengi eða stutt.“

Ótamdar hryssur eru hræddar hryssur

Arnþór hafi í áðurnefndu viðtali nefnt blóðtökur í Þýskalandi en vanrækt að minnast þess að þar séu blóðtökur framkvæmdar með öðrum hætti eða með svokölluðum blóðvökvaskiptum. Töluverður munur sé á því álagi sem hross verða fyrir við blóðtöku eins og hún er hér annars vegar og svo blóðvökvaskiptum eins og í Þýskalandi annars vegar. Hryssur í Þýskalandi séu að auki tamdar sem minnki andlegt álag þeirra og hafi Dýralæknafélag Íslands og Dýraverndunarfélög krafist þess að hryssur hér á landi fái lágmarks tamningu til að draga úr hræðslu þeirra við blóðtökuna. Dýralæknar geti ekki nálgast hryssurnar ótamdar og þá sé vonlaust að kanna líðan þeirra eftir blóðtökuna.

„Allt tal um að hryssum verði „ekki meint“ af blóðtöku er þar með fjarstæðukennt ef ekki er fylgst með líðan þeirra eftir blóðtöku.“ 

Virðast ekki kæra sig um athygli

Arnþór hafi í viðtalinu sagt að starfsemi Ísteka hafi ekki verið áberandi hingað til, eða undir radar, og það sé líklega að koma fyrirtækinu í koll. SDÍ segjast hafa óskað eftir að fá að vera viðstödd blóðtöku en Arnþór hafi hafnað því. Eins hafi ekkert orðið úr myndavélaeftirliti því „bændur tóku ekki slíkt eftirlit í mál“. SDÍ telja ljóst að Ísteka kæri sig ekki um athygli á starfsemi sinni.

Arnþór hafi síðan vikið sér undað spurningu um hvort hægt væri að fara öðruvísi að við blóðtöku. SDÍ segja að því sé auðsvarað – Ísteka gæti minnkað það blóðmagn sem tekið er hverju sinni og farið eftir alþjóðlegum leiðbeiningum um blóðtökur dýra.

Arnþór haldi því fram að lyfið PMSG sem unnið er úr blóðvökvanum sé nauðsynlegt líf. SDÍ benda á að íslenskir bændur noti ekki lyfið og svissneskir bændur hafi ákveðið að láta af notkun þess eftir umfjöllun um blóðmerahald á Íslandi. Lyfið sé vinsælt í verksmiðjubúskap en þetta sé frjósemislyf sem auki álag á önnur húsdýr umfram náttúrulega frjósemi þeirra og auki þar með þjáningu.

Arnþór haldi því einnig fram að blóðmerar séu heilbrigðar og að blóðtaka hafi engin neikvæð áhrif. Sú fullyrðing sé hins vegar ekki studd neinum gögnum. Hins vegar séu tilgögn sem sýni að margar hryssur séu að þjást af blóðleysi.

„Staðreyndir málsins sýna hversu hart fram og nærri hryssunum er gengið með takmarkalausa græðgi í fyrirrúmi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ymur Art sakfelldur fyrir morð á móður sinni en honum ekki gerð refsing

Ymur Art sakfelldur fyrir morð á móður sinni en honum ekki gerð refsing
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum