fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Segir að Pútín sé hugsanlega að gera „alvarleg mistök“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 16. nóvember 2022 06:58

Er Pútín að missa tökin á stjórn sinni? Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og staðan er núna þá er ekkert sem bendir til að það muni draga úr bardögum í Úkraínu í vetur, eiginlega þvert á móti. En það þýðir um leið að Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, er hugsanlega á leið til að gera „alvarleg mistök út frá hernaðarlegu sjónarhorni“.

Þetta kemu fram í nýlegri stöðuskýrslu bandarísku hugveitunnar Institute for the Study of War (ISW).

Í stöðuskýrslunni kemur fram að þegar Úkraínumenn hafa náð vesturhluta Khersonhéraðs á sitt vald muni þeir líklega reyna að flytja hersveitir sínar til með það að markmiði að „styrkja yfirstandandi gagnsókn sína í Luhansk eða til að hefja nýja gagnsókn annars staðar.“

ISW segir að Rússar séu að styrkja varnarlínur sínar í Luhansk en samt sem áður hafi Úkraínumönnum tekist að sækja fram og engin ástæða sé til að ætla að illa þjálfaðir og illa útbúnir rússneskir hermenn, með lítinn baráttuvilja, muni geta stöðvað sókn úkraínsku hersveitanna.

ISW segir að því sé ekkert sem bendi til að það dragi úr bardögum í vetur. Báðir stríðsaðilar sitji nú í aurbleytu og muni líklega ekki hætta að berjast þegar jörð frýs en það gerir þeim erfiðara fyrir að beita þungum tækjum. Þá hafi bardagar tilhneigingu til að harðna frekar en hitt þegar hitinn lækkar.

Einnig segir hugveitan að það muni gagnast Rússum mjög ef til vopnahlés kemur eða bardagar stöðvast. Þeir hafi meiri þörf fyrir að geta flutt hersveitir sína til og endurskipulagt þær. En samt sem áður er ekkert sem bendir til að Pútín vilji fara þessa leið að mati ISW.

„Pútín ætti að hafa áhuga á vopnahléi. Hann ætti að viðurkenna að hann neyðist til að hvíla hersveitir sínar og veita nýliðum, sem streyma inn í hersveitirnar, tækifæri til að aðlagast þeim, fá þjálfun og undirbúa sig undir alvöru bardaga. Hann ætti að vilja koma í veg fyrir að Úkraínumenn geti nýtt sér þann tilfinningalega ávinning sem sigrar þeirra hafa veitt þeim. Það að Pútín haldi áfram að berja hersveitir sínar áfram við þessar kringumstæður eru því alvarleg mistök út frá hernaðarlegu sjónarmiði,“ segir hugveitan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi
Fréttir
Í gær

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“
Fréttir
Í gær

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Í gær

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“
Fréttir
Í gær

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus