fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Fréttir

Rússar lögðu allt að veði til að ná „lítt mikilvægri borg“ á sitt vald – Nú eru þeir á byrjunarreit

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 27. október 2022 05:57

Úkraínskur skriðdreki. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úkraínskar hersveitir sækja fram í suðurhluta Kherson-héraðs og á sama tíma hafa Rússar lagt allt að veði í blóðugri og örvæntingarfullri tilraun til að brjótast í gegnum varnarlínur Úkraínumanna við borgina Bakhmut.

Þrátt fyrir að hafa lagt mikið undir þá hafa Rússar aðeins náð litlum árangri við Bakhmut og margt bendir til að stríðsgæfan þar sé nú að snúast Úkraínumönnum í hag.

Alþjóðlegir fjölmiðlar og fleiri segja að með því að gera skyndisókn hafi úkraínskum hersveitum tekist að hrekja Rússa úr úthverfum Bakhmut sem er á landamærum Donetsk og Luhansk.

TV2 hefur eftir Jacob Kaarsbo, sérfræðingi hjá hugveitunni Tænketanken Europa og fyrrum sérfræðingi hjá leyniþjónustu danska hersins, að Rússar hafi ekki lært af reynslunni.

„Í tvo mánuði hafa sveitir Wagner (það eru málaliðar sem starfa fyrir Rússa, innsk. blaðamanns) barið höfðinu við úkraínskan múr í Bakhmut á meðan Úkraínumenn hafa fengið liðslauka til svæðisins. Það tók úkraínska herinn nokkrar klukkustundir að endurheimta landsvæði sem Rússarnir þurftu tvo mánuði til að ná. Rússar hafa verið reknir aftur á byrjunarreit og það segir töluvert um hversu léleg hernaðartaktík þeirra er,“ sagði Kaarsbo.

Bakhmut skiptir litlu sem engu máli hernaðarlega séð að mati hernaðarsérfræðinga. Því hlýtur spurningin að vakna af hverju Rússar hafa lagt svo mikið að veði við að reyna að ná borginni á sitt vald?

Institute for the Study of War (ISW) segir að orustan um Bakhumt snúist í raun ekki um að ná borginni á sitt vald, heldur um að búa til rússneska frásögn. Rússar haldi áfram að ljúga til um árangur sinn í Bakhmut og reyni að draga upp þá mynd að rússneski herinn nái árangri á einum vígstöðvum á meðan hann fer halloka í norðaustur- og suðurhluta Úkraínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Kveiks-fíaskóið vandræðalegt fyrir RÚV í ljósi tengsla útvarpsstjóra

Kveiks-fíaskóið vandræðalegt fyrir RÚV í ljósi tengsla útvarpsstjóra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta er umfjöllunin sem María Sigrún fékk ekki birta í Kveik

Þetta er umfjöllunin sem María Sigrún fékk ekki birta í Kveik