fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024

Bakhmut

„Kokkur Pútíns“ varpar ljósi á af hverju hann vill ná Bakhmut

„Kokkur Pútíns“ varpar ljósi á af hverju hann vill ná Bakhmut

Fréttir
09.01.2023

Í rúmlega fimm mánuði hafa Rússar reynt að ná bænum Bakhmut á sitt vald. Úkraínumenn hafa varist af krafti og hefur orustunni um borgina oft verið líkt við orustur fyrri heimsstyrjaldarinnar því um skotgrafahernað er að ræða með gríðarlegu mannfalli. Hefur stundum verið talað um að rússneskir hermenn séu sendir í hakkavélina í Bakhmut. Málaliðar úr Wagnerhópnum hafa verið áberandi Lesa meira

Telja ólíklegt að Rússar nái að brjóta Úkraínumenn á bak aftur í Bakhmut

Telja ólíklegt að Rússar nái að brjóta Úkraínumenn á bak aftur í Bakhmut

Fréttir
04.01.2023

Rússneskir hermenn og málaliðar á vegum Wagner-hópsins halda áfram að sækja að úkraínskum hersveitum í Bakhmut. En Rússana skortir stuðning og ólíklegt er að þeir nái að brjóta varnir Úkraínumanna á bak aftur á næstunni. Þetta er mat breska varnarmálaráðuneytisins en það birtir dagleg stöðuskýrslu yfir gang stríðsins. Ráðuneytið segir að árásum rússneskra fótgönguliða hafi fjölgað í Lesa meira

Fangar eru notaðir sem fallbyssufóður í „hakkavélinni“ – Nú hafa þeir fengið nóg

Fangar eru notaðir sem fallbyssufóður í „hakkavélinni“ – Nú hafa þeir fengið nóg

Fréttir
28.12.2022

Málaliðar á vegum Wagnerhópsins hafa orðið fyrir miklu mannfalli í Bakhmut og nú virðist sem þeir hafi misst viljann til að berjast. Orustan um Bakhmut hefur staðið yfir mánuðum saman og hefur bærinn verið kallaður „hakkavélin“ vegna hins mikla mannfalls sem bæði Rússar og Úkraínumenn hafa orðið fyrir. Bardögunum í og við bæinn hefur verið líkt við það sem átti sér Lesa meira

Segja að Wagner-hópurinn noti „grimmdarlega“ taktík í Úkraínu

Segja að Wagner-hópurinn noti „grimmdarlega“ taktík í Úkraínu

Fréttir
20.12.2022

Hinn alræmdi Wagner-hópur, sem er rússneskt málaliðafyrirtæki, gegnir mikilvægu hlutverki í orustunni um bæinn Bakhmut í Donetsk í Úkraínu. Breska varnarmálaráðuneytið segir í einni af daglegri stöðuskýrslu sinni um gang stríðsins að hópurinn beiti grimmdarlegri taktík í bardögunum þar. Ráðuneytið segir að orustan um Bakhmut sé ekkert annað en orusta þar sem spurningin sé hvor aðilinn haldi lengur út. Segir ráðuneytið að Wagner-hópurinn Lesa meira

Rússar hafa breytt um taktík í orustunni um Bakhmut

Rússar hafa breytt um taktík í orustunni um Bakhmut

Fréttir
20.12.2022

Úkraínsk yfirvöld eru í kapphlaupi við tímann við að flytja íbúa frá bænum Bakhmut því Rússar eru við það að brjótast í gegnum varnarlínur úkraínska hersins. Orustunni um Bakhmut hefur verið lýst sem einni þeirri mannskæðustu í stríðinu en hernaðurinn þar minnir einna helst á orustur í fyrri heimsstyrjöldinni þar sem skotgrafahernaður var ráðandi. Ekki er vitað hvert mannfallið er hjá Lesa meira

Rússar beina kröftum sínum að ákveðnu skotmarki og það getur komið sér vel fyrir Úkraínumenn

Rússar beina kröftum sínum að ákveðnu skotmarki og það getur komið sér vel fyrir Úkraínumenn

Fréttir
13.12.2022

Harðir bardagar hafa geisað um langa hríð í og við bæinn Bakhmut í austurhluta Úkraínu. Samkvæmt fréttum erlendra miðla þá beinir rússneski herinn megninu af kröftum sínum að Bakhmut. Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, sagði nýlega að Rússar hafi jafnað Bakhmut við jörðu og breytt bænum í rústir einar. Allt að 90% af þeim 72.000, sem bjuggu þar fyrir Lesa meira

Blóðbað eins og í fyrri heimsstyrjöldinni

Blóðbað eins og í fyrri heimsstyrjöldinni

Fréttir
30.11.2022

Úkraínski bærinn Bakhmut er ekki sá stærsti í Úkraínu né mikilvægasti, hvorki efnahagslega né hernaðarlega séð. En samt sem áður hafa harðir bardagar staðið yfir um hann að undanförnu. Um 70.000 manns bjuggu í bænum fyrir stríðið en hann hefur að undanförnu verið sviðið fyrir grimmdarlega og blóðuga bardaga. Í umfjöllun The Guardian um málið kemur fram að bærinn hafi nánast verið Lesa meira

Rússar lögðu allt að veði til að ná „lítt mikilvægri borg“ á sitt vald – Nú eru þeir á byrjunarreit

Rússar lögðu allt að veði til að ná „lítt mikilvægri borg“ á sitt vald – Nú eru þeir á byrjunarreit

Fréttir
27.10.2022

Úkraínskar hersveitir sækja fram í suðurhluta Kherson-héraðs og á sama tíma hafa Rússar lagt allt að veði í blóðugri og örvæntingarfullri tilraun til að brjótast í gegnum varnarlínur Úkraínumanna við borgina Bakhmut. Þrátt fyrir að hafa lagt mikið undir þá hafa Rússar aðeins náð litlum árangri við Bakhmut og margt bendir til að stríðsgæfan þar sé nú að snúast Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af