fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fréttir

Meira að segja Rússum er nóg boðið – Sjónvarpsmaður rekinn eftir ummæli hans um úkraínsk börn

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 26. október 2022 05:58

Anton Krasovsky. Skjáskot/RT

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áróður, lygar og hatursræða hafa verið fyrirferðarmikil í rússnesku sjónvarpi síðan Rússar réðust inn í Úkraínu. En það virðist sem það séu ákveðin takmörk á hvað sjónvarpsþulir geta leyft sér að segja og kemur það kannski mörgum á óvart.

Að minnsta kosti var Anton Krasovsky sendur heim á sunnudaginn en hann hefur starfað hjá ríkissjónvarpsstöðinni RT. Margarita Simonjan, sjónvarpsstjóri, skrifaði á Twitter að hún hafi rekið Kraskovsky vegna „viðbjóðslegra“ ummæla hans og bætti við að enginn hjá RT sé sömu skoðunar og hann.

Ástæðu brottrekstursins er að finna í síðustu viku. Þá fékk Krasovsky rithöfundinn Sergei Lukyanenko í þátt sinn. Lukyanenko sagði þá frá fyrstu heimsókn sinni til Úkraínu á níunda áratugnum. Hann sagðist hafa hitt úkraínsk börn sem hafi talið að líf þeirra yrði betra ef Rússar hefðu ekki hernumið landið þeirra en Úkraína var þá hluti af Sovétríkjunum.

Þessi orð Lukyanenko fengu Krasovsky til að ávarpa áhorfendur beint og segja að svona börnum ætti „að henda beint í straumharða á“. „Það hefði átt að drekkja þeim í Tysyna-ánni, einmitt þar sem ungarnir synda. Bara drekkja þessum börnum. Drekkja þeim,“ sagði hann og bætti við að annar valmöguleiki væri að setja börnin inn í kofa og brenna þau lifandi.

Broti úr þættinum hefur verið dreift mikið á samfélagsmiðlum. Í þessu broti heyrist Krasovsky hlæja að fréttum um að rússneskir hermenn nauðgi eldri úkraínskum konum.

Ummæli hans hafa verið fordæmd í Úkraínu og á Vesturlöndum og kynt undir þær fullyrðingar að Rússar vilji útrýma Úkraínumönnum sem þjóð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Eftirlýstur hælisleitandi úrskurðaður í gæsluvarðhald eftir að hafa forðast brottvísun í tæp 3 ár

Eftirlýstur hælisleitandi úrskurðaður í gæsluvarðhald eftir að hafa forðast brottvísun í tæp 3 ár
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun
Fréttir
Í gær

Sífellt fleiri kalla eftir því að 71. greininni verði beitt gegn málþófi stjórnarandstöðunnar

Sífellt fleiri kalla eftir því að 71. greininni verði beitt gegn málþófi stjórnarandstöðunnar
Fréttir
Í gær

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skemmdarverk á Seltjarnarnesi – Lögreglan leitar vitna

Skemmdarverk á Seltjarnarnesi – Lögreglan leitar vitna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kemur fram á lokatónleikum Black Sabbath þrátt fyrir að hafa verið skotinn margsinnis – Árásarmennirnir gómaðir

Kemur fram á lokatónleikum Black Sabbath þrátt fyrir að hafa verið skotinn margsinnis – Árásarmennirnir gómaðir