fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Hvarf Anne-Elisabeth – Áhugaverð mynd fannst í tölvu

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 7. október 2022 07:55

Heimili Hagen-hjónanna og Anne-Elisabeth á innfelldu myndinni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í sumar var maður á fertugsaldri yfirheyrður í tengslum við hvarf Anne-Elisabeth Hagen, sem hvarf frá heimili sínu í Osló fyrir tæpum fjórum árum. Maðurinn fékk stöðu grunaðs og hefur enn. Það var ljósmynd, sem fannst í tölvu hans, sem varð til þess að hann fékk stöðu grunaðs.

DV skýrði frá þessum nýju vendingum í málinu á mánudaginn.

Nýjar vendingar í máli Anne-Elisabeth Hagen

Nú segir VG að efnahagsbrotadeild lögreglunnar hafi verið að rannsaka mál tengd manninum og hafi meðal annars lagt hald á tölvu í hans eigu. Í henni fannst mynd af vegabréfi Ole Henrik Golf. Vegabréf hans, fölsuð, og fleiri persónuupplýsingar hafa verið misnotaðar í mörgum málum.

Lögreglan veit að einn eða fleiri, sem áttu hlut að máli varðandi hvarf Anne-Elisabeth, hafa notað þessar upplýsingar.

Þær voru meðal annars notaðar til að stofna netfang, á hans nafni, sem var síðan notað til að stofna reikninga hjá fjölda rafmyntamarkaða en þeir hafa komið mikið við sögu við rannsókn málsins.

Þegar efnahagsbrotadeildin fann myndina var þeim, sem rannsaka hvarf Anne-Elisabeth, tilkynnt um málið. Lögreglan gengur út frá því að Anne-Elisabeth hafi verið myrt.

Lögreglan telur sig geta tengt myndina af stolna vegabréfinu við manninn. Hvorki maðurinn né verjandi hans vildu tjá sig um málið við VG.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Frosti fordæmir frétt um hópnauðgun – „Hættuleg sorpblaðamennska“ – Segir að Frettin.is komi óorði á smærri fjölmiðla

Frosti fordæmir frétt um hópnauðgun – „Hættuleg sorpblaðamennska“ – Segir að Frettin.is komi óorði á smærri fjölmiðla
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“
Fréttir
Í gær

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu