fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

70.000 króna aukakostnaður á hvern Vestfirðing vegna raforkuskorts – Brenna milljónum lítra af olíu

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 21. janúar 2022 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á næstu mánuðum þarf væntanlega að brenna milljónum lítra af olíu til að tryggja húshitun á Vestfjörðum og á Seyðisfirði. Orkubú Vestfjarða og RARIK búa sig nú undir þetta.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Hefur blaðið eftir Elíasi Jónatanssyni, forstjóra Orkubús Vestfjarða, að raforkuskortur muni kosta Orkubúið tæplega 500 milljónir á næstu þremur mánuðum og ekki verði hjá því komist að velta þessum kostnaði yfir á neytendur. Þetta svarar til um 70 þúsund króna á hvern íbúa á Vestfjörðum.

Landsvirkjun hafði áður tilkynnt fiskimjölsverksmiðjum að þær myndu ekki fá að kaupa skerðanlega orku úr kerfum fyrirtækisins. Þurfa bræðslurnar því að brenna allt að 20 milljónum lítra af olíu á loðnuvertíðinni.

RARIK metur tjón sitt á um 300 milljónir en fyrirtækið verður af tekjum við flutning á raforku til bræðslnanna á Austurlandi og þarf að brenna olíu til kyndingar á Seyðisfirði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið
Fréttir
Í gær

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga