fbpx
Þriðjudagur 17.maí 2022
Fréttir

Jón Steinar og Lækna-Tómas tókust harkalega á – „Þetta er algjör öfgamálflutningur“ – „Bull að tala þetta svona niður“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 18. janúar 2022 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður og Tómas Guðjartsson hjartaskurðlæknir eru vægast sagt ósammála um sóttvarnaaðgerðir og tókust harkalega á í þættinum Bítið á Bylgunni í morgun.

Jón Steinar segir stjórnvöld beita landsmenn ótrúlegu ofríki vegna veiru sem er með tilkomu omicron-afbrigðisins orðin álíka meinlaus og kvef eða inflúensa:

„Ég er bara að tala um það að það liggur alveg fyrir að þeir sem fá þessa veiru í sig veikjast varla, það er fullt af fólki úti í bæ fullfrískt sem er skipað af yfirvöldum að halda sig heima og má ekki fara út af heimilum sínum. Samt er í raun og veru engin hætta á ferðum því að m.a.s. þeir sem fá veiruna í sig veikjast ekki. Það er innan við eitt prósent sem þarf að leita sér einhverrar læknishjálpar og það hefur komið í ljós síðustu daga að það er oft út af einhverju öðru en þessari veiru. Hún er með öðrum orðum, ja ég segi ekki meinlaus, en svo gott sem. En samt er hún tilefni þess að það er verið að beita íslenska borgara ofríki sem er á borð við það sem aldrei hefur þekkst áður. Þetta er eitthvert sovéskt skipulag komið á hérna sem skipar mönnum eða bannar þeim öllu heldur að fara út fyrir dyr heimilis síns, á vinnustaði og þess háttar. Og þetta er auðvitað að valda alveg gríðarlegum skaða í samfélaginu. Menn segja ríkið borgar þetta, það á að bæta mönnum sem verða fyrir tjóni út af þessu. Hver er það þá sem borgar það?“

Jón Steinar sér ekki vandann í því að fólk smiti hvert annað af omicron:

„Af hverju má hann ekki smita aðra? Er eitthvað að því? Það liggur fyrr núna og það eru tölur um það að þeir sem smitast þeir fá einhverja veiru í sig sem veldur engum veikindum. Og þegar ég segir engum þá á ég við nánast engum. Fáum við ekki kvef reglulega? Erum við komin með þá þjóðfélagsgerð hér að yfirvöldin geti bara skipað mönnum að ganga í klaustur kannski? Af því þeir séu þar öruggir fyrir bílaumferð? Út á hvað gengur þetta? Er ekki grundvallarregla í okkar samfélagi sú að menn taka ábyrgð á sjálfum sér?

Segir málflutning Jóns Steinars vera bull

„Ég trúi því ekki sem ég er að heyra hérna frá fyrrverandi hæstaréttardómara. Að hann skuli tala svona og tali niður veikindi omicron og ég tala nú ekki um fyrri afbrigði,“ sagði Tómas, hneykslaður á málflutningi viðmælanda sín. Tómas segir það misskilning að fólk liggi ekki fárveikt á Landspítalanum vegna omicron:

„Þetta er bara algjör misskilningur að þetta sé einhver væg sýking og megi líkja við kvef eða inflúensu. Það sést bara uppi á spítala og er raunveruleikinn hjá okkur á hverjum einasta degi. Við erum með hundveikt fólk þar. Þannig að þetta er bara bull að tala þetta svona niður. Og vera að tala um eitthvert sovét-ofríki er bara að snúa út úr hlutunum. Af hverju eru allar þjóðir nánast að gera það sama og við? Bara með ennþá harðari hætti. Jú, vegna þess að það er verið að verja heilbrigðiskerfið þeirra. Þetta snýst líka ekki bara um þann fjölda sem leggst inn vegna covid, þetta snýst um það að starfsfólk á spítalanum er að sýkjast af þessari sömu veiru og getur þá ekki sinnt sjúklingunum og sinnt sínum störfum, eins og t.d. uppi á spítala hjá mér. Þar er stór hluti veikur eða í sóttkví. Auðvitað vill það fólk ekki mæta í vinnuna og sýkja fólk þar sem kannski er með bælt ónæmiskerfi og geta hreinlega dáið úr þessari sýkingu. Og þetta er bara að lama starfsemi spítalans. Af hverju heldur Jón Steinar að við séum að kalla inn björgunarsveitir til að sitja yfir sjúklingum? Af hverju heldur hann að við séum að loka Klíníkinni, Orkuhúsinu, Læknahúsinu til að hjálpa okkur uppi á spítala.“

Jón Steinar benti á að hlutfall þeirra sem þurfa að leita læknis vegna veirunnar sé komið niður í 0,2 prósent með omicron-afbrigðinu. Þá sé fráleitt hefta frelsi þegna á grundvelli þess að ef þeir veikist þá muni Landspítalinn ráða illa við það.

Tómas benti á að margir væru að fá langvarandi fylgikvilla af covid og sjúkdómurinn væri miklu skæðari öndunarfæraveira en kvef og inflúensa.

Umræðurnar má heyra hér

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Leigusalar orðnir að klerkastétt – Hvetja til að taka rafmagnið af ef leigjandi stendur ekki í skilum

Leigusalar orðnir að klerkastétt – Hvetja til að taka rafmagnið af ef leigjandi stendur ekki í skilum
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

„Örvæntingar- og hatursfull afvegaleiðing frá óþægilegum sannleika sem þeir vilja fela fyrir öðrum“

„Örvæntingar- og hatursfull afvegaleiðing frá óþægilegum sannleika sem þeir vilja fela fyrir öðrum“
Fréttir
Í gær

Úkraína reiknar með að vinna sigur á Rússum fyrir árslok

Úkraína reiknar með að vinna sigur á Rússum fyrir árslok
Fréttir
Í gær

Sænski varnarmálaráðherrann hefur vitað þetta síðan 11. apríl klukkan 08.15 – „Þetta gengur ekki lengur“

Sænski varnarmálaráðherrann hefur vitað þetta síðan 11. apríl klukkan 08.15 – „Þetta gengur ekki lengur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meirihlutinn fallinn samkvæmt fyrstu tölum úr Reykjavík – Stefnir í stórsigur Framsóknar

Meirihlutinn fallinn samkvæmt fyrstu tölum úr Reykjavík – Stefnir í stórsigur Framsóknar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meirihlutinn heldur í fyrstu tölum frá Hafnarfirði – Samfylkingin jafnstór Sjálfstæðisflokki

Meirihlutinn heldur í fyrstu tölum frá Hafnarfirði – Samfylkingin jafnstór Sjálfstæðisflokki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jörð nötraði á höfuðborgarsvæðinu – Skjálfti upp á 4,8 á Richter

Jörð nötraði á höfuðborgarsvæðinu – Skjálfti upp á 4,8 á Richter
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Yfirmaður í Arion banka handtekinn af lögreglu á árshátíð vegna gruns um líkamsárás á öryggisvörð

Yfirmaður í Arion banka handtekinn af lögreglu á árshátíð vegna gruns um líkamsárás á öryggisvörð