fbpx
Miðvikudagur 25.maí 2022
Fréttir

Ásta skilar skömminni – Sýknuð af ákæru um manndráp en missti samt allt úr höndum sér – „Ég var máluð upp sem glæpahjúkka“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 16. janúar 2022 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 2012 lést karlmaður á áttræðisaldri á gjörgæslu Landspítalans. Grunur vaknaði að mistök eða vanræksla hafi leitt til andláts mannsins í fékk hjúkrunarfræðingur á vakt stöðu sakbornings í málinu. Hjúkrunarfræðingurinn, Ásta Kristín Andrésdóttir, var í kjölfarið ákærð fyrir manndráp af gáleysi en málið var án fordæma enda í fyrsta sinn sem heilbrigðisstarfsmaður var ákærður með þessum hætti. Ásta var árið 2015 sýknuð af öllum sökum en hún stígur nú fram í viðtali við Stundina þar sem hún lýsir áhrifum málsins á líf sitt og skilar skömminni.

„Ég var máluð upp sem glæpahjúkka í fjölmiðlum, glæpahjúkkan á gjörgæslu. Það hafði gríðarleg áhrif á mig og ég fór sjálf að skilgreina mig sem glæpahjúkku, sem bófa sem væri ekki treystandi.“

Hún segir að eftir sýknuna hafi hún trúað því að lífið gæti aftur orðið eðlilegt. Hún hélt áfram að vinna á spítalanum en átti erfitt með að treysta sjálfri sér.

„Ég var rosalega hrædd, hrædd við að gera mistök. Ég þurfti að vera fullkomin, alltaf. Ég þurfti að sýna að mér væri treystandi.“

Nokkrum mánuðum eftir sýknuna sigldi hjónaband hennar svo í strand. Í kjölfarið hafi hún leitað i áfengi og skemmtanalífið til að deyfa sársaukann. Síðar hafi hún einnig farið að misnota örvandi efni, en hún hafði aldrei áður prófað fíkniefni og ekki átt í neinum vandræðum með áfengi.

„Ég hugsaði, lífið er búið að vera svo ógeðslega erfitt og leiðinlegt, af hverju ekki? Ég hlýt að mega þetta.“

Þegar COVID brast á reyndist það henni sérstaklega þungbært.

„Ég verð svo kvíðin af því að ég hef lent í því að vera ásökuð og lent í réttarkerfinu, þá varð ég svo hrædd við þá tilhugsun að smita sjúkling af Covid og hann myndi deyja. Þetta fór alveg með öryggistilfinninguna mína. Ég var í stanslausri endurupplifun á áfallinu mínu frá 2012 og ég var í stöðugu kvíðaástandi og réði ekki við neitt. Ég réði ekki við að hugsa um börnin mín eða halda heimili. Ég réði ekki við að halda tengslum við fólk, tengsl við annað fólk voru engin. Ég lokaði á allt og ég hætti að fara út. Ég var komin í fjárhagsvandræði og gat ekki borgað reikningana mína.“

Í viðtalinu greinir Ásta frá því hvernig hún hafi leitað í örvandi efni og áfengi til að deyfa sársaukann. Hún hafi notast við efnið efedrín sem er vægari útgáfan af amfetamíni og það þróast út í dagneyslu á amfetamíni. Sumarið 2020 komst svo upp að hún hafði komist í efedrínið í gegnum vinnu sína á sjúkrahúsinu og í kjölfarið missti hún starfsleyfið. Þá ákvað hún að leita sér aðstoðar og fór í meðferð.

Blaðamaður Stundarinnar hafði samband við hana í september 2020 og sagðist hún þá vera nýflutt á áfangaheimili, búin að missa vinnuna, starfsleyfið, íbúðina, hjónabandið og missa tengslin við börnin sjálfa, sig og aðra.Í dag er staða hennar betri og segir hún lífið mjög gott í dag.  Hún hafi fundið hjartað aftur á áfangaheimilinu og ákvað að fara aftur að vinna og fá starfsleyfið sitt til baka. Í dag sé hún aftur farin að vinna en nú á nýjum stað þar sem umhverfiði er ekki streituvaldandi.

„Mig langar að skila skömminni. Mig langar að skila henni til ríkissaksóknara og til lögreglunnar, mér finnst það mikilvægt, mér finnst mikilvægt að skila skömminni og skýra frá því að þetta hafði afleiðingar. Þó svo að ég hafi verið sýknuð og ég finni með sjálfri mér að mistökin hafi að öllum líkindum ekki verið mín, þá get ég aldrei verið viss um það og það er það sem ég hef þurft að lifa með.“

Nánar má lesa um mál Ástu í ítarlegri umfjöllun Stundarinnar

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Þrír mánuðir síðan stríðið hófst – Svona er staðan á nokkrum mikilvægum sviðum

Þrír mánuðir síðan stríðið hófst – Svona er staðan á nokkrum mikilvægum sviðum
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Stoltur fréttamaður sýndi rússneska ofurfallbyssu í sjónvarpinu – Hefði betur sleppt því

Stoltur fréttamaður sýndi rússneska ofurfallbyssu í sjónvarpinu – Hefði betur sleppt því
Fréttir
Í gær

Tónlistarmaður sýknaður af ákæru um nauðgun – Baðst fyrirgefningar í Messenger-spjalli

Tónlistarmaður sýknaður af ákæru um nauðgun – Baðst fyrirgefningar í Messenger-spjalli
Fréttir
Í gær

Er þrautagöngunni lokið? Þriðji dómurinn fallinn í máli konu sem slasaðist á veitingastað á Akureyri árið 2015

Er þrautagöngunni lokið? Þriðji dómurinn fallinn í máli konu sem slasaðist á veitingastað á Akureyri árið 2015
Fréttir
Í gær

Oliver Stone eyddi tveimur árum með Pútín – Nú leysir hann frá skjóðunni um veikindi hans

Oliver Stone eyddi tveimur árum með Pútín – Nú leysir hann frá skjóðunni um veikindi hans
Fréttir
Í gær

Segir að Pútín verði sendur á heilsuhæli til að forða valdaráni

Segir að Pútín verði sendur á heilsuhæli til að forða valdaráni