fbpx
Föstudagur 02.desember 2022
Fréttir

Þetta eru helstu breytingarnar sem verða í kjölfar andláts Elísabetar II

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 9. september 2022 05:34

Ein af síðustu myndunum sem voru teknar af Elísabetu II. Mynd/EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er margt sem breytist í Bretlandi og víðar nú þegar Elísabet II er horfin á vit feðra sinna. Andlát hennar hefur án efa mikil áhrif á bresku þjóðina. Flestir landsmenn þekkja ekkert annað en að þjóðhöfðinginn heiti Elísabet. Í 70 ár var hún þjóðhöfðingi og naut almennt mikilla vinsælda meðal þegna sinna.

Karl, elsti sonur Elísabetar, tók við embætti konungs við andlát drottningarinnar. Hann er 73 ára og er elsti maðurinn til að taka við sem konungur Bretlands. Hann er ekki lengur Karl prins af Wales heldur Karl III konungur. Hann verður formlega útnefndur konungur í St James Palace í Lundúnum í dag. Kamilla, eiginkona hans, fær titilinn drottning. Elísabet hafði lagt blessun sína yfir það fyrir andlát sitt.

Vilhjálmur prins, elsti sonur Karls og nú krónprins, verður nú hertogi af Cornwall og Katrín, eiginkona hans, hertogaynja af Cornwall. Áður voru þau hertogi og hertogaynja af Cambridge. George sonur þeirra kemur á eftir föður sínum í erfðaröðinni.

Með valdatöku Karls III verða margar breytingar í Bretlandi. Þær helstu eru:

Þjóðsöngnum verður breytt. Á valdatíma Elísabetar var sungið „God Save the Queen“ en nú verður honum breytt í fyrri útgáfu og „God Save the King“ verður sungið. Einnig verður orðinu „Queen“ í textanum breytt í „King“.

Bresk vegabréf eru gefin út í nafni þjóðhöfðingjans og nú verður að breyta þeim. Það sama á við í Ástralíu, Nýja-Sjálandi og Kanada en breski þjóðhöfðinginn er einnig þjóðhöfðingi þessara ríkja.

Mynd af Karli III mun prýða frímerki og peninga í Bretlandi, Kanada, Nýja-Sjálandi og Ástralíu í stað mynda af Elísabetu. Á frímerkjum og peningum mun Karl horfa til vinstri en Elísabet horfir til hægri á þessum myndum.

Þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Bretlandi. BBC segir að reiknað sé með að útförin fari fram 19. september.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Snjallir Úkraínumenn blekkja Rússa með snjöllum brellum og eftirlíkingum

Snjallir Úkraínumenn blekkja Rússa með snjöllum brellum og eftirlíkingum
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Áætlun Rússa um innrásina í Úkraínu var svo leynileg að hún mistókst

Áætlun Rússa um innrásina í Úkraínu var svo leynileg að hún mistókst
Fréttir
Í gær

Pútín tekur hart á „erlendum útsendurum“

Pútín tekur hart á „erlendum útsendurum“
Fréttir
Í gær

Frétta­vaktin: Heyrnar- og tal­meina­stöðin illa starf­hæf | Sjálf­bærni­ráð Ís­lands stofnað

Frétta­vaktin: Heyrnar- og tal­meina­stöðin illa starf­hæf | Sjálf­bærni­ráð Ís­lands stofnað
Fréttir
Í gær

Tengsl á milli joðneyslu og greindar barna

Tengsl á milli joðneyslu og greindar barna
Fréttir
Í gær

Nýtt lyf við Alzheimers hægir á minnistapi – Ýtir undir vonir um að elliglöp verði læknanleg í framtíðinni

Nýtt lyf við Alzheimers hægir á minnistapi – Ýtir undir vonir um að elliglöp verði læknanleg í framtíðinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dró Samfylkinguna í Reykjavík fyrir dóm vegna vangoldinnar húsaleigu

Dró Samfylkinguna í Reykjavík fyrir dóm vegna vangoldinnar húsaleigu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fréttavaktin: Katrín segir að mörg símtöl þurfi til að halda saman ríkisstjórn | Arnarlaxslysið vanmetið

Fréttavaktin: Katrín segir að mörg símtöl þurfi til að halda saman ríkisstjórn | Arnarlaxslysið vanmetið