fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Fréttir

Forsætisráðherra Frakklands varar við orkuskömmtun í vetur

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 30. ágúst 2022 19:00

Elisabeth Borne er forsætisráðherra Frakklands. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elisabeth Borne, forsætisráðherra Frakklands, segir að Frakkar geti neyðst til að spara orku næsta vetur með því að taka upp kvóta. Hún varaði forystumenn í atvinnulífinu við því í gær að hugsanlega þurfi að grípa til orkuskömmtunar í vetur og hvatti þá til að draga úr orkunotkun.

Hún sagði að ef Frakkar standi saman og spari orku geti þeir komist yfir þá hættu sem er á að til orkuskorts komi en ef allir taki ekki þátt í þessu og verstu sviðsmyndirnar raungerist þá geti farið svo að grípa þurfi til takmarkana fyrir neytendur. „Ef við endum með að skammta verða fyrirtækin mest fyrir barðinu á skömmtuninni og því miður verðum við að vera undir það búin,“ sagði hún.

Hún sagði að ríkisstjórnin væri að gera neyðaráætlanir, þar á meðal kvótakerfi sem geri fyrirtækjum kleift að kaupa og selja orkukvóta. Hún sagði að ríkisstjórnin væri einnig reiðubúin til að hjálpa fyrirtækjum sem verða illa fyrir barðinu á hugsanlegri skömmtun.

Aðvörunarorð hennar sýna þá áherslu sem stjórnmálamenn leggja á að undirbúa almenning og atvinnulífið undir víðtækar afleiðingar innrásar Rússa í Úkraínu. Innrásin hefur valdið hækkandi orkuverði vegna minna gasstreymis frá Rússlandi til Evrópu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Uppsagnir á ritstjórn Morgunblaðsins

Uppsagnir á ritstjórn Morgunblaðsins
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Var sá eini sem komst lífs af úr flugslysinu – Svona er staðan fimm mánuðum síðar

Var sá eini sem komst lífs af úr flugslysinu – Svona er staðan fimm mánuðum síðar
Fréttir
Í gær

Segir vont aðgengi að Keflavíkurflugvelli vegna bílastæðagjalda – Að leggja bílnum geti jafnvel kostað meira en flugfargjöld

Segir vont aðgengi að Keflavíkurflugvelli vegna bílastæðagjalda – Að leggja bílnum geti jafnvel kostað meira en flugfargjöld
Fréttir
Í gær

Hlédís gagnrýnir gellupólitík – „Staðreyndin er sú að konur skipa flest æðstu embætti í dag“

Hlédís gagnrýnir gellupólitík – „Staðreyndin er sú að konur skipa flest æðstu embætti í dag“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmæla Sundabraut harðlega – „Gufunes er ekki bara tómt landsvæði til að fylla af malbiki“

Mótmæla Sundabraut harðlega – „Gufunes er ekki bara tómt landsvæði til að fylla af malbiki“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglumaður á vakt í Eyjum skipti sér af ágreiningi sem var ekki lögreglumál – Persónulega tengdur öðrum aðilanum

Lögreglumaður á vakt í Eyjum skipti sér af ágreiningi sem var ekki lögreglumál – Persónulega tengdur öðrum aðilanum