fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Höfðu áhyggjur af andlegri heilsu árásarmannsins – Tilkynntur til lögreglu af skotfélaginu

Ritstjórn DV
Mánudaginn 22. ágúst 2022 12:47

Frá vettvangi á Blönduósi. Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skotfélagið Markviss á Blönduósi tilkynnti skotmanninn í manndrápsmálinu á Blönduósi til yfirvalda í nóvember síðastliðnum. Ástæðan er sú að forsvarsmenn félagsins höfðu áhyggjur af andlegri heilsu mannsins og var hann því tilkynntur til yfirvakda eins og skylda ber til. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frj

Félagið hafði áhyggjur af andlegri heilsu mannsins og tilkynntu hann í kjölfarið líkt og þeim ber skylda til að gera.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórn Markviss sem birt var á Facebook-síðu félagsins.

Tilkynning hljómar svo í heild sinni:

Í ljósi þeirra skelfilegu atburða sem hafa átt sér stað í okkar friðsæla samfélagi vill stjórn Skotfélagsins Markviss votta öllum sem eiga um sárt að binda sína dýpstu meðaumkun og samúð.
Eins og komið hefur fram var gerandi skotáhugamaður og keppandi í skotíþróttum á árum áður og keppti fyrir hönd Markviss og gengdi um tíð trúnaðarstörfum fyrir félagið, undanfarin ár hafði hallað undan fæti hjá viðkomandi og hann dregið sig mikið til hlés í starfi félagsins.
Á síðasta ári sagði hann sig frá öllum störfum í þágu Markviss og loks úr félaginu.
Í ljósi samskipta milli umrædds aðila og stjórnar Markviss í nóvember síðastliðnum voru yfirvöld látin vita af áhyggjum okkar af andlegri heilsu viðkomandi eins og okkur ber skylda til.
Það er von okkar í stjórn Markviss að þessi voðaverk verði ekki til að fólk líti starfsemi félagsins öðrum augum en verið hefur og við getum haldið áfram því jákvæða og góða starfi og uppbyggingu sem verið hefur hjá okkur undanfarin ár, því við viljum bara geta stundað okkar íþrótt í sátt og friði við sem flesta bæði guð og menn.
Í umfjöllun Vísis kemur fram að forsvarsmenn félagsins hafi rætt við lögreglustjórann á Blönduósi vegna málsins og var málinu komið áfram á félagsþjónustuna. Ekki hafi verið hægt að svipta manninum leyfinu á þeim tímapunkti því hann hafði ekki brotið neitt af sér.
Hann var síðan handtekinn af lögreglu fyrr í sumar vegna hótana með skotvopn. Honum var svo sleppt úr haldi en var síðar vistaður á geðdeild vegna glímu sinnar við geðræn vandamál.

<iframe src=“https://www.facebook.com/plugins/post.php?href=https%3A%2F%2Fwww.facebook.com%2Fpermalink.php%3Fstory_fbid%3Dpfbid0msNQiGWdeTBYaLK4ggF2YQimpUBz56Jzv48TWsBGLHBWVCg7B2X9cH2UiorJswEMl%26id%3D100063630065411&show_text=true&width=500″ width=“500″ height=“297″ style=“border:none;overflow:hidden“ scrolling=“no“ frameborder=“0″ allowfullscreen=“true“ allow=“autoplay; clipboard-write; encrypted-media; picture-in-picture; web-share“></iframe>

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“