fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Sauð upp úr vegna pistils Kolbrúnar – „Ákall á vælubílinn“

Rafn Ágúst Ragnarsson
Föstudaginn 24. júní 2022 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líflegar umræður hafa spunnist upp úr leiðara Kolbrúnar Bergþórsdóttur á Fréttablaðinu í dag þar sem hún hæðist að kynhlutlausu máli. Í leiðaranum skrifar Kolbún frá sjónarhorni einstaklings að reyna sitt besta til að ganga „rétttrúnaðarveginn“ en á í erfiðleikum með það.

„Allir verða að vanda sig þegar kemur að því að tala mál sem nær til allra og særir engan. Afsakið aftur – ég meinti að: „Öll verða að vanda sig þegar kemur að því að tala mál sem nær til allra og særir enga.“ Er ég ekki núna að orða þetta rétt? Ég held að ég hafi loksins náð þessu. Ef ekki þá vona ég allavega að þeir sem lesa taki viljann fyrir verkið. Fyrirgefið enn og aftur – ég meinti: „Ég vona að þau sem lesa taki viljann fyrir verkið.““

„Það fer ekkert milli mála hver ásetningur hennar er“

Hlekkur á leiðarann birtist á Facebook-síðu Björns Þorlákssonar,  blaðamanns á Fréttablaðinu, og má segja að leiðarinn hafi vakið alls konar viðbrögð. Sumir koma Kolbrúnu til varnar og hrósa henni fyrir fyndið inntak í umræðuna en hjá öðrum vekur hann ekkert nema úlfúð. Sem dæmi um hið seinna má sjá athugasemd sem Anna María Sverrisdóttir grunnskólakennari birti undir færslunni:

„Kolbrún hæðist að fólki sem hvorki telur sig karlkyns né kvenkyns og óskar eftir að það sé ávarpað kynhlutlaust. Henni og sumum öðrum finnst þetta þess eðlis að rétt sé að draga dár að því. Það fer ekkert milli mála hver ásetningur hennar er,“ skrifar Anna María.

Sóley Björk Stefánsdóttir kunni heldur ekki að meta pistilinn og hafði þetta að segja um hann:

„Mér finnst þetta vera ákall á vælubílinn og sorglegt að manneskja sem hefur tungumálið að aðalstarfi taki á þennan hátt stöðu gegn jafnrétti og réttindabaráttu vegna þess að hún nennir ekki að þróast með samfélaginu. Það er svosum hennar val en kannski væri sniðugt fyrir hana að leiða hugann að því að þannig skerðir hún möguleika sína til að starfa við fagið til lengri tíma og þar með styttist í pistilinn þar sem hún vælir yfir því að eldra fólk fái ekki lengur störf og hún mun kenna aldursfordómum um en ekki eigin stöðnun og leti við breytingar.“

„Ekki fyndið að hæðast að málnotkun fólks“

Eiríkur Rögnvaldsson málfræðingur fannst ekki mikið til pistilsins koma. „Mér finnst almennt séð ekki fyndið að hæðast að málnotkun fólks,“ sagði hann í athugasemd undir færslunni.

Egill Helgason fjölmiðlamaður kom á hinn bóginn Kolbrúnu til varnar og tekur undir hvað það geti verið erfitt að aðlagast breytingum í máli.

„Þetta er nú bara skemmtilegur háðpistill – og eins og hún Kolla bendir á, þá er gríðarlega erfitt að nota hið svokallaða mál beggja kynja án þess að reka mjög fljótt í vörðurnar. Og svo er til fólk sem telur sig hafa vald á málbreytingum en hefur það ekki. Til dæmis sagði í pistli um atriði á Listahátíð í útvarpinu um daginn – „hán þekkta listakvár“. Þetta er auðvitað vitlaust – þarna er „hán“ notað sem laus greinir en persónufornafn,“ sagði Egill.

Lesa má pistil Kolbrúnar hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala