fbpx
Laugardagur 18.maí 2024
Fréttir

Kattastríðið á Seltjarnarnesi stigmagnast – Hjónin kærð til lögreglu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 12. júní 2022 10:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjón á Seltjarnarnesi, sem hafa verið sökuð um að fjarlægja kött úr hverfinu og láta hann lausan í Norðlingaholti, verða kærð til lögreglu fyrir að loka annan heimiliskött í nágrenninu ítrekað inni í bílskúr sínum. Eigandi þess kattar hefur tilkynnt málið til lögreglu og pantað tíma til að gefa skýrslu.

Eins og við greindum frá á föstudag fannst heimilisköttur sem hjónin eru sökuð um að hafa fjarlægt af Seltjarnarnesinu við barnaheimilið Rauðból við Elliðavatn.

Sjá einnig: Hjón í stríði við ketti á Seltjarnarnesi – Fjarlægðu kött og fluttu upp í Norðlingaholt

Ól kattarins fannst hins vegar á Seltjarnarnesi, nálægt heimili þeirra sem sögð eru hafa fjarlægt hann, og þar var einnig kragi sem settur hafði verið á hann til að fæla frá fugla, sem og merkispjald með bjöllu.

Hjónin sem talið er að hér hafi verið að verki hafa amast mjög við lausagöngu katta á Nesinu. Hafa hjónin haft í hótunum við aðra konu sem býr í hverfinu og á kött. Sú kona, sem er frá Rússlandi en talar góða íslensku, heitir Marina Puchkova. Hjónin hafa lokað köttinn hennar inni í bílskúrnum sínum og gerðu það aftur í gær.

Átök brutust út á milli Marinu og hjónanna þegar hún reyndi að ná myndbandi af kettinum inni í bílskúrnum, sími hennar var sleginn út úr höndum hennar. Marina segir í samtali við DV:

„Þegar ég sá hann sitja í bílskúrnum þeirra, þá var kattabúr nálægt, það var enginn matur, ekkert vatn, enginn kisusandkassi. Við byrjuðum að rífast, ég sagði henni að ég hefði uppfyllt kröfur hennar um að hafa köttinn minn ekki úti frá 22. apríl til 30. maí. Þá sögðu þau að kröfur þeirra hefðu breyst og ef hann Sunny drepur fuglana þeirra, þá drepa þeir þau hann ef hann kemur í garðinn.“

Marina segir ennfremur að hún hafi tilkynnt málið til lögreglu, eins og segir frá hér efst í fréttinni. Hún skrifar eftirfarandi færslu um málið í íbúahópi Seltjarnarness á Facebook:

„Kæru íbúar á Seltjarnarnesi,

Þetta er kötturinn minn Sunny , hann er í miklu uppáhaldi barna minna. Í gær var honum aftur lokað í bílskúrnum á Bakkavör . Þetta er sama fólkið og hefur þegar lokað Sunny áður, sama fólkið sem tók annan kött að heiman og skildi hann eftir þar. Í gær læstu þeir Sunny í bílskúrnum sínum í einn og hálfan dag. Þegar ég sá að hann sat lokaður í bílskúrnum þeirra án matar og vatns, langaði mig að taka myndband og mynd, en konan sló símann úr höndum mér. Ég er með öll skjáskotin af GPS kattarins míns, að hann hafi verið í þessu húsi í 2 daga. Ef fólk heldur að ást þeirra á fuglum og peningum þeirra og háttsettar tengingar geta ráðið öllu. Og þú getur hrækt á annað venjulegt fólk, þá skjátlast þeim mjög .

Ég og börnin mín grátum en ég verð að fara með köttinn okkar af þessu svæði til að bjarga lífi hans þar sem ég fékk hótun frá þessu fólki. Ég óska öllum ástar og góðvildar.“

Annar íbúi á Seltjarnarnesi segir að konan sem hér á í hlut hafi stolið af sér tveimur köttum. Hún stundi það að stela köttum og læsa þá inni hjá sér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Umdeild hinsta ósk hennar verður uppfyllt – Fær að deyja innan fárra vikna

Umdeild hinsta ósk hennar verður uppfyllt – Fær að deyja innan fárra vikna
Fréttir
Í gær

Þorvaldur var í bátnum sem hvolfdi: „Þetta gerðist allt í einu“

Þorvaldur var í bátnum sem hvolfdi: „Þetta gerðist allt í einu“
Fréttir
Í gær

Líkamsræktarstöð hirti ekki um að skipta út 10 ára gömlum ströppum sem endaði með ósköpum

Líkamsræktarstöð hirti ekki um að skipta út 10 ára gömlum ströppum sem endaði með ósköpum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir gjaldskyldu vegna nagladekkja ekki í skoðun

Segir gjaldskyldu vegna nagladekkja ekki í skoðun