fbpx
Mánudagur 08.ágúst 2022
Fréttir

Sérfræðingur segir að refsiaðgerðir Vesturlanda stöðvi ekki stríðsrekstur Pútíns

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 1. júní 2022 08:00

ESB lokar að mestu fyrir olíuinnflutning frá Rússlandi. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Refsiaðgerðir Vesturlanda gagnvart Rússlandi hafa því miður ekki þau áhrif sem margir vonast eftir, það er að segja að binda enda á stríðsrekstur Rússa í Úkraínu.

Þetta sagði Flemming Splidsboel, Rússlandssérfræðingur hjá Dansk Institut for International Studier, í samtali við Jótlandspóstinn.

Aðfaranótt þriðjudags náðu leiðtogar ESB-ríkjanna samkomulagi um að banna innflutning á um 90% af því magni af olíu sem Rússar selja ESB-ríkjunum.

Splidsboel sagði að ef fólk telji að þetta muni breyta gangi stríðsins þá verði það að búa sig undir vonbrigði. „Þessi nýi refsiaðgerðapakki mun ekki verða til þess að Pútín breyti stefnu sinni í náinni framtíð. Það getur vel verið að Rússar mótmæli á götum úti í haust vegna verðhækkana. En hver veit hvort það breyti nokkru? Þess utan er töluverður tími þangað til,“ sagði hann.

Hann sagði að Pútín muni væntanlega verða ósáttur við þennan refsiaðgerðapakka. Nú þurfi Rússar að finna nýja kaupendur að olíu og gasi og það geti orðið erfitt. Á móti hækki orkuverð og það komi Rússum til góða og þar með stríðsrekstri þeirra. Tæpur helmingur af útflutningstekjum Rússa fæst með sölu á olíu og gasi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hér er sparað eins og hægt er – Svona eru aðgerðir nokkurra ESB-ríkja vegna orkuskorts

Hér er sparað eins og hægt er – Svona eru aðgerðir nokkurra ESB-ríkja vegna orkuskorts
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allir eru velkomnir á spænskar strendur segja spænsk stjórnvöld – Auglýsingaherferðin hneykslar

Allir eru velkomnir á spænskar strendur segja spænsk stjórnvöld – Auglýsingaherferðin hneykslar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga Ómars var byrlað á Þjóðhátíð í Eyjum – „Síðustu þrír sólarhringar hafa verið frekar mikill tilfinningarússíbani“

Helga Ómars var byrlað á Þjóðhátíð í Eyjum – „Síðustu þrír sólarhringar hafa verið frekar mikill tilfinningarússíbani“
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Tveir breskir lögreglumenn grunaðir um manndráp – Lömdu og skutu 93 ára heilabilaðan mann með rafbyssu

Tveir breskir lögreglumenn grunaðir um manndráp – Lömdu og skutu 93 ára heilabilaðan mann með rafbyssu
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Veðurfræðingur segir gashættu vegna gossins ýkta – „Mikill ábyrgðarhluti að hindra aðgengi fólks að eldgosi“

Veðurfræðingur segir gashættu vegna gossins ýkta – „Mikill ábyrgðarhluti að hindra aðgengi fólks að eldgosi“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Löður endurvinnur 1,6 tonn af plasti

Löður endurvinnur 1,6 tonn af plasti